fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Unglingur reyndi að komast um borð í flugvél vopnaður haglabyssu

Pressan
Mánudaginn 10. mars 2025 06:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegar og áhöfn yfirbuguðu 17 ára pilt sem kom vopnaður haglabyssu um borð í flugvél á Avalon flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í síðustu viku.

Sky News segir að pilturinn hafi verið vopnaður haglabyssu og með skotfæri meðferðis þegar hann gekk um borð í vélina. Farþegar og áhafnarmeðlimir brugðust snarlega við og yfirbuguðu hann.

Pilturinn er sagður hafa komist inn á flugvöllinn í gegnum gat á öryggisgirðingunni sem umlykur hann. Hann er sagður hafa verið klæddur í fatnað svipuðum þeim sem flugvallarstarfsmenn klæðast.

„Í aðstæðum sem þessum, þá hugsar maður ekki, maður bregst við og gerir eitthvað. Þú verður bara að gera það sem þú þarft að gera,“ sagði Barry Clark, einn þeirra sem yfirbugaði piltinn, í samtali við ABC News Australia.

Lögreglan fann tvær töskur og bíl sem pilturinn tengdist.

Hann verður ákærður fyrir flugrán, að hafa stefnt farþegum og áhöfn í hættu, að hafa tekið hættulega hluti með um borð í flugvél, að hafa ógnað öryggi flugvélarinnar, sprengjugabb, vörslu skotvopns og umferðarlagabrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf