fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Ríkisstjórinn í Alabama felldi dauðadóm úr gildi – Hefur aldrei áður gert það

Pressan
Föstudaginn 7. mars 2025 08:00

Robin Myers.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kay Ivey, ríkisstjóri í Alabama, felldi nýlega dauðadóm yfir Robin „Rocky“ Myers, 63 ára, sem er andlega heftur úr gildi og breytti dómnum í ævilangt fangelsi. Ivey er ákafur stuðningsmaður dauðarefsinga og hefur aldrei áður fellt dauðadóm úr gildi.

The Independent segir að Myers hafi verið sakfelldur fyrir að hafa myrt nágranna sinn, Ludie Mae Tucker 69 ára, með því að stinga hana til bana árið 1991.

Ivey sagði að það séu nægar efasemdir um að Myers sé sekur og því geti hún ekki látið taka hann af lífi en það átti að gera síðar á árinu. „Ég er ekki sannfærð um að Myers sé saklaus en ég er heldur ekki svo sannfærð um sekt hans að ég geti samþykkt aftöku hans,“ sagði hún í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á föstudaginn.

Myers mun eyða því sem hann á eftir ólifað bak við lás og slá því hann getur ekki fengið reynslulausn. Þegar réttað var í máli hans 1994 mælti kviðdómurinn með því að hann yrði dæmdur í ævilangt fangelsi án möguleika á náðun. Dómarinn dæmdi hann hins vegar til dauða en það gat hann gert á grundvelli laga sem heimiluðu dómurum að hunsa ákvörðun kviðdóms. Þessi lög hafa nú verið felld úr gildi.

Lögmenn Myers segja að engin sönnunargögn á vettvangi hafi tengt Myers við morðið. Áður en Tucker lést af völdum áverka sinna sagði hún að árásarmaðurinn hefði verið lágvaxinn og þéttvaxinn svartur maður og nefndi hvorki Myers eða annan nágranna sinn sem árásarmanninn en þau þekktust öll.

Því hefur verið haldið fram að Myers hafi verið auðvelt fórnarlamb í málinu vegna skertrar andlegrar getu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði