fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Svona gæti fólk litið út eftir 1.000 ár

Pressan
Laugardaginn 8. mars 2025 15:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig mun fólk líta út eftir 1.000 ár? Verður það lægra og ekki eins gáfað? Eins og allir vita, þá stýrir tæknin miklu í hinu daglega lífi okkar og spurningin er hvaða áhrif hún mun hafa á þróun okkar sem tegundar næstu 1.000 árin.

Þróunarerfðafræðingurinn Mark Thomas hefur sett fram nokkur athyglisverð sjónarmið varðandi þróun mannanna næstu 1.000 árin.

Ein kenning gengur út á að fólk verði lágvaxnara í framtíðinni en nú er. Ástæðan getur verið að lágvaxið fólk eignast oft börn fyrr en það getur hugsanlega orðið til þess að erfðaefni, sem veldur því að fólk verður lágvaxnara, mun flytjast á milli kynslóða. En frekari rannsókna er þörf hvað varðar þessa kenningu en það er samt í lagi að hugleiða hvaða áhrif lífsstíll og þróun munu hugsanlega hafa á hæð fólks.

Robert Brooks, prófessor, hefur sett aðra athyglisverða kenningu fram en hún gengur út á að heilar okkar geti hugsanlega orðið minni með tímanum. Ástæðan er að eftir því sem tæknin gegnir sífellt stærra hlutverki í lífi okkar,  þá höfum við ekki þörf fyrir eins stóran heila. Rannsóknir á kúm og hundum hafa sýnt að heili þeirra hefur minnkað.

Kenningar prófessoranna draga upp þá mynd að afkomendur okkar verði bæði lágvaxnari og síður greindir en við erum en á móti verða þeir hugsanlega myndarlegri.

En auðvitað er erfitt að spá fyrir um þróun mannkyns næstu 1.000 árin en líklega má ganga út frá því að við munum þróast í takt við þær breytingar sem eiga sér stað í samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði