fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fréttir

Fiskikóngurinn liggur ekki á skoðun sinni – „Mér finnst við vera komin með of mikið af konum“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. febrúar 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg Ásgeirsson, fiskikóngurinn, segist hafa mikinn áhuga á stjórnmálum og hafa hugsað að bjóða sig fram, hann viti bara ekki hvar hann eigi að byrja.

Í viðtali við Eggert Skúlason í Dagmálum segist hann sjá sig fyrir sér í Sjálfstæðisflokknum, hann sé þó ekki að fara að mæta á landsfund um helgina, en segir stjórnmál mikið rædd á sínu heimili.

„Ég bíð bara eftir símtali.“ 

Félagarnir ræða hver verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins, en tvær konur eru nú í framboði. Í framhaldi spyr Eggert hvernig Kristjáni lítist á að mæðraveldið hafi tekið við, þar sem konur skipa nú flest valdamestu embætti þjóðarinnar.

„Íslendingar eru alltaf svo ýktir í öllu. Mér finnst við vera komin með of mikið af konum, það er bara mín skoðun. Það þarf að blanda þessu, ég til dæmis í mínu fyrirtæki er með helming konur og helming karlar, það er bara frábær blanda. En að það séu komnar konur í öll embætti og alla stjórnsýslu, það finnst mér ekki gott.“

Eggert bendir á að áður hafi karlar skipað öll embætti og hvort þurfi ekki aðeins að slá ofan í botn áður en blöndunin á sér stað.

„Af hverju látum við ekki bara Noreg stjórna þessu hérna, við erum að gera allt eins og Noregur og norðurlöndin, bara copy paste þýða þetta yfir á íslensku, þurfum ekkert þessa stjórnsýslu hérna, við erum hvort eð er alltaf að gera eins og Noregur og norðurlöndin, látum þau bara stjórna þessu.“

Sjá einnig: Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég bið Íslenska ríkið og góða fólkið á Íslandi afsökunar vegna skammarlegrar hegðunar borgarstjóra okkar“

„Ég bið Íslenska ríkið og góða fólkið á Íslandi afsökunar vegna skammarlegrar hegðunar borgarstjóra okkar“
Fréttir
Í gær

Elín segir að þöggun og hroki hafi mætt sér frá Ölmu Möller og félögum: „Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt“

Elín segir að þöggun og hroki hafi mætt sér frá Ölmu Möller og félögum: „Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg