fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Gagnrýnir hömlu- og taumlausan áróður í Söngvakeppninni – „Hér eru tvö sláandi dæmi“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. febrúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birni Sævari Einarssyni, formanni Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi, var mikið niðri fyrir þegar hann horfði á seinni undankeppni Söngvakeppninnar sem fór fram fyrir viku síðan. Þar birtist „hömlulaus áfengisdýrkun, og taumlaus og kolólöglegur áfengisneysluáróður“.

Björn áætlar að þar hafi RÚV brotið að minnsta kosti fjögur lög og það með ásetningi. Björn skrifar um málið í grein sem birtist hjá Vísi.

„Hér eru tvö sláandi dæmi.“

Annars vegar rekur Björn að í einu atriði hafi verið rætt við móður eins keppanda sem hafi skálað við Fannar Sveinsson, kynni í keppninni, haldandi á glasi með rauðleitum vökva. Þetta hafi klárlega verið óbein vísun í áfengi.

Þannig hafi RÚV brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem leggur þá skyldu á aðildarríki að vernda börn gegn ólöglegri notkun ávana- og fíkniefna og koma í veg fyrir að börn séu notuð við ólöglega framleiðslu slíkra efna og verslun með þau.

Björn segir að bæði barnamálaráðherra og Umboðsmaður barna þurfi að bregðast við þessu broti.

Næsta dæmið sem Björn nefnir er þegar Fannar Sveinsson fór inn í bakherbergi og hitti þar áhrifavaldana í stúlknahópnum LXS.

„Standandi í sínu glamúr-dressi, haldandi á kampavínsglösum og kampavínsflöskum. Fyrir framan þær er pýramídi af kampavínsglösum á borði. Fannar neytir þarna áfengis aftur (í vinnunni) og endar með að ryðja niður pýramídanum. Hér er glórulaus áfengisáróður hjá RÚV í miðjum fjölskylduþætti. Sérstaklega er athyglisvert að RÚV fær LXS í þáttinn en LXS er með þætti á annarri sjónvarpsstöð, þar sem þær upphefja áfengisneyslu og þverbrjóta lög um bann við áfengisauglýsingum.“

Björn segir að RÚV sé að hampa áfengisneyslu í fjölskylduþætti sem auki líkur á að unglingar fari að drekka. Því fyrr sem fólk byrjar að neyta fíkniefna því meiri líkur séu á að það glími við fíkn.

„RÚV framleiðir sjónvarpsþætti og fíkla“

Björn gengur enn lengra og segir að það að horfa á Söngvakeppnina sé krabbameinsvaldandi þar sem áfengi getur stuðlað að krabbameini og öðrum sjúkdómum.

„Með því að hampa áfengisneyslu þá stuðlar RÚV að því að fjölga krabbameinstilfellum. RÚV framleiðir sjónvarpsþætti og krabbamein.“

Ekki nóg með það heldur geti áfengi valdið fósturskaða og líka skaðað sáðfrumur. Þar með sé RÚV ekki bara að framleiða skemmtiefni heldur líka fötluð börn.

Björn telur að RÚV hafi brotið barnasáttmálann, lög um Ríkisútvarpið, áfengislög og lög um fjölmiðla.

„Lögin um Ríkisútvarpið tala um fjölmiðil í almannaþágu, ekki í fíkniefnaiðnaðarþágu. Það er ljóst að Ríkisútvarpið hefur hér margbrotið íslensk lög og gengið gegn sínum eigin hlutverki, fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Hér þurfa og verða Útvarpstjóri og stjórn RÚV að taka á málunum.

Með lög skal land byggja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands