fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 22. febrúar 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2023 gagnrýndi þáverandi aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, Jón Pétur Zimsen, það að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Heiða Björg Hilmisdóttir, hefði blokkað hann á Facebook því hún vildi ekki horfast í augu við skelfilegar niðurstöður íslenskra grunnskólabarna í PISA-könnunum. Hann hafi krafið hana svara, hún ekki viljað veita svör og á endanum blokkað hann með vísan til áreitis.

Jón Pétur, sem nú situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, minnti á þetta mál í samtali við hlaðvarpið Ein Pæling í vikunni. Sólrún Ösp Jóhannsdóttir kennari segir að þarna sé Jón Pétur að kasta steinum úr glerhúsi. Hún var nemandi hans þegar hann kenndi við Réttarholtsskóla en leyfði sér í aðdraganda alþingiskosninganna í nóvember að rökræða við hann á Facebook. Fyrir vikið blokkaði Jón Pétur hana.

Sólrún greinir frá þessu í færslu á Facebook. Sólrún hlustaði á Morgunútvarp Rásar 2 í gær en þangað var mættur stjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling, Þórarinn Hjartarson. Hann sagðist ekki mikill aðdáandi Heiðu Bjargar og vísar til þess að hann og Jón hafi rætt í hlaðvarpinu „að þegar að Jón Pétur Zimsen reyndi að vekja athygli á mjög bágri stöðu er varðaði PISA-kannanir og svona getu og heilsu ungra barna til þess að takast á við ranir lífsins eftir grunnskólanám, þá blokkaði hún hann á Facebook sem var alveg ótrúleg vegferð þegar hann var s.s. skólastjóri og hún var s.s. yfir þessum málum“

Sólrún Ösp segir þetta nú ekki ótrúlegri vegferð en það að Jón hafi gert það sama fyrir ekki löngu síðan.

„Í ljósi þessa langar mig að koma því á framfæri að Jón Pétur Zimsen hefur spilað svipaðan leik við mig, heldur undarlegri þó þar sem hann ákvað að blokka mig (fyrrverandi nemanda sinn úr Réttarholtsskóla) nýlega og eyða samskiptum okkar á milli. Kannski vegna þess að ég er ósammála honum í skólamálum? Ég veit það ekki.

Mér finnst allavega kómískt að hann skuli vera að kvarta opinberlega yfir því að hafa verið blokkaður þegar hann hefur gert það sama!“

Sólrún segir í samtali við blaðamann að hún hafi ekkert verið að rífast við Jón Pétur. Hann var á þessum tíma í kosningabaráttu og hún skrifaði athugasemd við færslu hjá honum á Facebook sem honum hefur mögulega þótt koma illa út fyrir sig. Hann sendi henni því einkaskilaboð. Sólrúnu fannst hann reyna að þagga þar niður í henni þar sem hún var einu sinni nemandi hans. Hann sendi henni nokkur skilaboð en Sólrún svaraði bara einu sinni. Skyndilega veitti Sólrún því svo eftirtekt að hún var blokkuð. Hún veltir fyrir sér hvort það hafi verið til að koma í veg fyrir fleiri athugasemdir frá henni í aðdraganda kosninga. Mögulega hafi hann svo eytt skilaboðum því þar mátti sjá að það var hann sem lét hana ekki í friði þegar hann fékk ekki svör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast