fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Mismiklar væntingar til nýrra ráðherra samkvæmt könnun

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 12:48

Ríkisstjórn Íslands. Mynd/Forseti Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarendur í nýrri könnun hafa mestu væntingarnar til Kristrúnar Frostadóttur og minnstar væntingar til Ingu Sæland af ráðherrum í nýrri ríkisstjórn. Heilt yfir eru mestar væntingarnar til ráðherra Samfylkingar.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.

Áberandi flestir hafa mestar væntingar til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, eða 36,7 prósent. Enginn annar ráðherra nær 12 prósentum.

11,7 prósent hafa mestar væntingar til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, 11,2 prósent til Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra, 10 prósent til Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, 9,2 prósent til Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra, 7,8 prósent til Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, 4,5 prósent til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, 2,6 prósent til Loga Más Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, 2,4 prósent til Ástu Lóu Þórhallsdóttur mennta- og barnamálaráðherra, 2,3 prósent til Eyjólfs Ármannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og 1,4 prósent til Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra.

Þegar fólk var spurt hvaða ráðherra það bæri minnstar væntingar til var Inga Sæland með 33,1 prósent en allir aðrir ráðherrar undir 13 prósentum.

Greint niður eftir flokkum sést að kjósendur Samfylkingar, Sósíalistaflokks, Pírata, Miðflokks og Framsóknarflokks hefur mesta trú á Kristrúnu. Kjósendur Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks hafa mesta trú á Þorgerði Katrínu. Kjósendur Flokks fólksins hafa mesta trú á Ingu Sæland. Þá hafa kjósendur Vinstri grænna mesta trú á Ölmu D. Möller.

Könnunin var netkönnun gerð dagana 12. til 17. febrúar. Svarendur voru 1511.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast