fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar

Pressan
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 04:11

New York

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegar í neðanjarðarlest á W-línunni í New York komu 25 ára konu til aðstoðar um hádegisbil á  miðvikudag í síðustu viku þegar hún fékk skyndilega hríðir og ól stúlkubarn skömmu síðar. Naflastrengurinn var skorinn í sundur með vasahníf.

ABC News skýrir frá þessu og segir að konan hafi hrópað á hjálp og hafi aðrir farþegar komið henni til aðstoðar og sett sig í samband við lestarstjórann.

Fæðingin gekk hratt fyrir sig og var nýfædda stúlkan vafin inn í rauða flík um leið og hún var komin í heiminn. Bryanna Brown, sem var farþegi í lestinni, sagði í samtali við ABC News að kona hafi skorið naflastrenginn í sundur með vasahníf. „Við höldum að hún sé ekki læknir eða þess háttar en hún vissi hvað hún átti að gera við þessar aðstæður,“ sagði hún

Lestin var síðan stöðvuð á lestarstöðinni undir stórverslun Macy‘s þar sem sjúkraflutningamenn biðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði