fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Ósátt við að ekki hafi verið fundað um málið – „Þetta er grafalvarlegt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tel fullt til­efni til þess að hald­inn verði auka­fund­ur þótt það sé ekki búið að mynda nýj­an meiri­hluta,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Marta gagnrýnir þar að ekki hafi verið fundað um stöðuna sem uppi er í Breiðholtsskóla, en fimm tólf ára drengir hafa ítrekað beitt samnemendur sína ofbeldi. Foreldrar barna hafa gagnrýnt ráðaleysi skólayfirvalda í borginni vegna málsins en fundur borgarstjórnar var felldur niður í síðustu viku þar sem ekki er búið að mynda nýjan meirihluta.

Marta bendir á í viðtalinu að ábyrgð borgarfulltrúa minnki ekki við að ekki sé búið að mynda meirihluta og venjan sé sú að funda ef brýn mál koma upp.

„Ég tel fullt til­efni til þess að hald­inn verði auka­fund­ur þótt það sé ekki búið að mynda nýj­an meiri­hluta. Við erum enn að störf­um lög­um sam­kvæmt og ef brýn mál koma upp þá er venj­an að það sé fundað. Ég vona að það verði tekið vel í það og það verði boðað til fund­ar vegna þessa máls. Þetta er grafal­var­legt og spurn­ing hvort þetta sé ekki orðið barna­vernd­ar­mál ef ekki er hægt að taka á þessu máli.“

Bendir Marta á að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs eigi að vera að vinna í málinu en pólitískt kjörnir fulltrúar hafi ekki fengið upplýsingar um stöðu málsins.

Í annarri frétt Morgunblaðsins í dag er rætt um meirihlutaviðræðurnar og haft eftir Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna, að hún vonist til þess að viðræðurnar beri ávöxt í vikunni og nýr meirihluti verði myndaður. Ekki sé þó hægt að lofa neinu um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“