fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Borðaði 100 matskeiðar af smjöri á 10 dögum – Þetta voru áhrifin á líkamann

Pressan
Mánudaginn 17. febrúar 2025 04:01

Ekki fylgir sögunni hvort smjörið var úr Costco.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Sten Ekberg ákvað að skora sjálfan sig á hólm og borða 100 matskeiðar af smjöri á tíu dögum til að kanna hvað áhrif það hefði á líkama hans.

Okkur hefur lengi verið sagt að matvæli, sem innihalda mikið af mettaðri fitu, til dæmis smjör, séu slæm fyrir heilsuna og að við eigum að takmarka mjög neyslu á slíkum matvælum.

Mettuð fita er ekki bara í smjöri því hún er til dæmis í rauðu kjöti, feitum mjólkurafurðum, kókosolíu, ís og bakkelsi.

Unilad segir að almennt sé fólki ráðlagt að takmarka hitaeininganeyslu dagsins við að aðeins 5 til 6% af þeim komi úr mettaðri fitu því rannsóknir hafi sýnt að neysla á mettaðri fitu auki líkurnar á sumum hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Neysla á mettaðri fitu er einnig talin tengjast þyngdaraukningu.

Ekberg vildi rannsaka þetta og sjá hvernig líkami hans myndi bregðast við meiri fituneyslu, sérstaklega smjörneyslu.

Á tíu dögum borðaði hann 100 matskeiðar af smjöri og er óhætt að segja að áhrif þessarar miklu smjörneyslu á líkamann hafi komið á óvart.

Fita var 78% af mataræði hans þessa tíu daga, prótín var 15% og kolvetni 7%.

Hann neytti átta sinnum meira af mettaðri fitu en fólki er ráðlagt.

Samkvæmt spálíkönum þá hefði þessi mikla fituneysla átt að hafa þau áhrif að þríglýseríð, sem er fitutegund sem er í blóðinu og er geymd í fitufrumum, myndi aukast mikið sem og insúlín ónæmi. Ekberg átti einnig að þyngjast við að borða svona mikið af fitu.

En honum til mikillar undrunar þá rættist þetta ekki.

Hann þyngdist ekkert á þessum tíu dögum. Hann stundaði ekki mikla hreyfingu, fór í nokkrar gönguferðir og gerði nokkrar armlyftur.

Glúkósamagnið mældist 95 í upphafi en var komið niður í 84 eftir tíu daga. Insúlínið fór niður í 2,8 úr 3,5. Miðað er við að insúlínmagnið sé á bilinu 2 til 5 hjá heilbrigðu fólki en hjá sykursýkisjúklingum er það oft á bilinu 25 til 30.

Hann segist ekki ráða fólki að borða svona mikið smjör en hafi einfaldlega viljað kanna hvað áhrif þetta hefði á sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“