fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Náðu mynd af sjaldséðu skrímsli við strendur Tenerife

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 14. febrúar 2025 21:30

Ógurlegur. Myndir/David Jara

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú buslar um í sjónum við strendur Tenerife eru kannski sem betur fer ekki miklar líkur á að þessi furðulegi fiskur verði á leið þinni.

Fiskurinn, sem kallast einfaldlega Svartdjöfull, sást engu að síður nálægt yfirborðinu við strendur Tenerife fyrir skemmstu en afar sjaldgæft er að vísindamönnum takist að festa þá á filmu í sínu náttúrulega umhverfi.

„Þetta var eins og draumur að rætast,“ segir ljósmyndarinn David Jara Bogunyá í samtali við National Geographic en það var hann sem náði myndunum af Svartdjöflinum þann 26. janúar síðastliðinn.

Bruce Robison, vísindamaður við Monterey Bay Aquarium Research Institute, segir við National Geographic að það sé afar sjaldgæft að sjá svona djúpsjávarfisk svo nálægt yfirborðinu. Hann veit hvað hann syngur í þessum efnum því hann náði fyrstur mynd af fiskinum árið 2014.

Á Wikipediu er grein á íslensku um Svartdjöfulinn en þar kemur fram að hann sé einnig stundum kallaður lúsífer. Hann er með afar beittar tennur sem líkjast vígtönnum og lifir hann á um tvö þúsund metra dýpi.

„Þessir fiskar hafa aðlagast vel að myrkri heimkynna sinna. Þeir hafa öðlast hæfni við að lifa af í þessum beiska, kalda og almyrkva heimi. Náttúrulegt loftnet á höfði fisksins virkar sem beita. Hann notar oxunarferli sem kallast lúsiferín, bakteríur sem framkalla ljós en lúsifer merkir ljósberi. Þetta veldur að toppurinn á tálbeitunni fer að ljóma sem þannig laðar bráð að honum. Þegar minni djúpsjávarverur koma nálægt honum, opnast munnur hans sjálfkrafa. Bráðin hefur þá enga möguleika á að sleppa,” segir á Wikipediu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði