fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Candice Aþena ranglega sökuð um áreitni við börn – Misþyrmingar og ítrekuð rúðubrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. febrúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Candice Aþena Jónsdóttir er trans kona á þrítugsaldri sem hefur undanfarna mánuði mátt þola miklar ofsóknir. Fimm sinnum frá því rétt fyrir jóli hefur gluggarúða á heimili hennar verið brotin, fyrrverandi vinur hennar rifbeinsbraut hana fyrir skömmu og hún hefur ítrekið verið borin sökum á netinu sem hún segir upplognar.

Ásakanirnar felast í því að Candice Aþena hafi gerst sek um kynferðislega áreitni við börn. Hún segir þær ásakanir vera gjörsamlega fráleitar enda hafi ekki verið lögð fram nein gögn um slíka háttsemi.

Árið 2023 komst í hámæli áreiti annarrar trans konu við börn og unglinga og voru birt skjáskot af viðreynslu hennar við 12 og 13 ára stúlkur sem hún bauð á „deit“. En það er allt önnur kona.

Candice Aþena segir að sumir rugli henni saman við þessa konu en hjá öðrum snúist þetta um fordóma sem felist í því að setja allt trans fólk undir sama hatt. Þannig hafi framferði hinnar konunnar ýtt undir sögusagnir um að saklaust trans fólk sýni af sér sömu hegðun. „Sumt fólk virðist halda að allir trans séu svona,“ segir hún.

„Þetta byrjaði á því að gömul vinkona mín sem var reið út í mig bjó til þessar sögusagnir og dreifði á Beautytips,“ segir hún enn fremur. Þó að áskanirnar hafi ekki verið mjög áberandi hafa þær verið lífseigar og kallað fram ofbeldishegðun. Fyrir tveimur vikum réðst fyrrverandi vinur Candice Aþenu á hana og rifbeinsbraut hana (hún hefur sýnt DV áverkavottorð um þetta frá bráðamóttökunni). „Hann sagðist hafa heyrt að ég hefði gert þetta en hann ætti að vita betur, hefur þekkt mig í mörg ár og á að vita að ég geri ekki svona.“

„Þetta sem önnur trans kona hefur gert, það eru til sannanir um það og staðfest að hún hefur stundað þetta. Sem mér finnst bæði ógeðslegt og óskiljanlegt. En það hefur ekkert með mig að gera og það er ömurlegt ef framkoma einnar manneskju kallar fram hatur gegn öllu trans fólki. Ég legg áherslu á kærleika í mínu lífi og að vera til staðar fyrir fólkið mitt. Ég er baráttukona með kærleika að leiðarljósi og ég vil berjast fyrir mannréttindum trans fólks og alls LBGT-fólks.“

Sem von er hafa ofsóknirnar tekin mikinn toll af Candice Aþenu. „Ég er mjög langt niðri út af þessu og ofboðslega reið, en ég trúi á kærleikann. Mig langar að taka þesssar hræðilega ljótu ásakanir og umbreyta þeim í kærleika á einhvern hátt,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Miklar líkur sagðar á að Guðlaugur Þór fari fram gegn Hildi

Miklar líkur sagðar á að Guðlaugur Þór fari fram gegn Hildi
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Í gær

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“
Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum