fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Nokkur ráð til að halda músum frá heimilinu

Pressan
Sunnudaginn 16. febrúar 2025 19:30

Mýs geta verið skaðvaldar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mýs eru litlar og sætar en það er ekki gott að fá þær inn í hús því þær geta borið ýmsa óværu með sér og þess utan geta þær valdið skemmdum á húsgögnum og öðrum innanstokksmunum.

Það er hægt að gera eitt og annað til að koma í veg fyrir að mýs komist inn í hús og hér koma nokkur ráð um hvernig hægt er að halda þeim frá heimilinu.

Haltu húsinu hreinu og lausu við matarleifar – Mýs og önnur nagdýr dragast að matarleifum og mylsnu. Til að koma í veg fyrir að þær komist í slíkt skaltu geyma korn, hveiti og morgunkorn í þéttlokuðum ílátum. Ekki láta óhreina diska standa í vaskinum yfir nótt. Sópaðu gólfið reglulega til að losna við mylsnu.

Þéttu rifur og göt – Mýs geta komist í hús í gegnum mjög lítil göt. Þú skalt því þétta rifur í dyrum, gluggum og þröskuldum. Notaðu vírnet yfir niðurföll. Lokaðu holum í veggjum með spartli eða steypu.

Ekki láta sorp safnast upp – Gættu þess að ruslatunnur séu alltaf lokaðar. Hentu pappakössum og öðru rusli því mýs geta notað þetta sem felustað. Þrífðu kjallara, loft og svæði utanhúss reglulega.

Notaðu náttúrulegar fælingaraðferðir – Það er hægt að halda músum fjarri án þess að nota eitur. Piparmyntuolía er gagnleg. Settu nokkra dropa á bómull og nuddaðu á nokkrum stöðum í húsinu. Lyktin af lárviðarlaufum pirrar mýs. Dreifðu svörtum pipar á svæði þar sem mýs ganga oft um. Blanda af ediki og vatni hjálpar til við að halda músum fjarri.

Fáðu þér kött – Kettir eru auðvitað rándýr og þeir koma svo sannarlega að gagni við að halda músum fjarri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði