fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Þetta grænmeti verður 200 manns að bana árlega – Er borðað í 80 löndum

Pressan
Laugardaginn 15. febrúar 2025 16:30

Kassava verður mörgum að bana. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í um 80 löndum er grænmeti, sem heitir kassava, oft á boðstólum. Það er aðallega í hitabeltislöndum sem þetta grænmeti, sem einnig nefnist yuca eða maniok, er vinsælt. Það er yfirleitt eldað eins og kartöflur en það getur verið banvænt ef það er ekki matreitt á réttan hátt.

Dagbladet skýrir frá þessu og segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segi að um 200 manns látist árlega eftir að hafa orðið fyrir eitrun frá kassava.

Rannsókn, sem US National Library of Medicine, gerði leiddi í ljós að það er efnið vetnissýaníð sem veldur eitruninni.

Vetnissýaníð getur raskað starfsemi taugakerfisins, valdið öndunarörðugleikum, hjartavandamálum og vandamálum í æðakerfinu og skjaldkirtlinum.

WHO segir að tilfellum eitrunar af völdum kassava fjölgi þegar lönd glíma við matarskort eða stríð því þá er meira selt af bitru kassava.

Til dæmis létust 28 af völdum kassavaeitrunar í Venesúela 2017 en þá glímdi landið við mikinn matarskort.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði