fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið dæmdur fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum með því að hafa fimmtudaginn 31. ágúst árið 2023, á bílastæði við leikskóla, ráðist með ofbeldi að barnsmóður sinni og slegið hana í andlitið þar sem hún stóð og hélt á syni þeirra. Hlaut konan nokkra áverka af högginu og segir í ákæru að með þessu hafi ákærði sært barn sitt með yfirgangi og ruddalegri og vanvirðandi háttsemi.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot en þann 14. mars árið 2024 var hann staðinn að því að aka bíl í Reykjanesbæ undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Maðurinn játaði brot sín afdráttarlaust fyrir dómi og var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann var einnig dæmdur til að greiða 410.000 kr. sekt í ríkissjóð og sakarkostnað upp á hátt í 1,5 milljónir króna.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness og má lesa hann hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“