fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast

Pressan
Laugardaginn 8. febrúar 2025 18:00

Hann er greinilega sárþjáður af flensu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvenær á maður að vera heima vegna veikinda? Hvernig veit maður hvort maður geti enn smitað aðra? Hvernig kemst maður hjá því að veikjast?

Þessu hafa sérfræðingar auðvitað svarað í gegnum tíðina og hér grípum við niður í nokkur ráð frá þeim sem komu fram í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins.

Vissir þú að magnið af því  sem kemur frá þér þegar þú hnerrar, hóstar eða snýtir þér, getur verið vísbending um hversu smitandi þú ert? Þeim mun meira magn, þeim mun meiri líkur eru á að þú getir smitað aðra.

Liturinn á hori getur veitt mikilvægar upplýsingar um hvenær þú ert mest smitandi. Í byrjun kvefs, þá er horið oft glært og þunnt en það bendir til að þú sért mjög smitandi. Þegar kvefið fer að réna, verður horið meira gult og þykkara og þá eru minni líkur á að þú smitir aðra.

Það er ekki bara mýta að maður kvefist ef manni verður kalt. Kuldi og blautir fætur geta aukið hættuna á því að maður veikist. Ástæðan er að þegar æðarnar í hálsinum dragast saman vegna kulda, þá eiga veirur auðveldara með að ráðast til atlögu.

Þegar kemur að því að forðast að veikjast eða smita aðra þá eru eftirtalin ráð nokkuð góð en þau eru svo sem engar nýjar fréttir, við vitum þetta eflaust flest.

Vertu heima þegar þú ert veik(ur).

Forðastu að koma nærri fólki sem er með einhver sjúkdómseinkenni.

Loftaðu út.

Þvoðu þér oft og vel um hendurnar.

Hóstaðu og hnerraðu í olnbogabótina, ekki í lófann eða óhindrað út í loftið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Í gær

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 5 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur