fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa

Pressan
Föstudaginn 31. janúar 2025 06:30

Adelie mörgæsir. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsti ísjaki heims, sem er um 4.000 ferkílómetrar að stærð og 1.200 metrar á hæð, stefnir nú á hina afskekktu eyju South Georgia. Hann gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa því þær gætu átt erfitt  með að verða sér úti um fæðu ef ísjakinn kemur upp að eyjunni.

South Georgia er breskt yfirráðasvæði. Þar búa milljónir mörgæsa og sela og nokkrir vísindamenn. Ísjakinn, sem nefnist A23, brotnaði frá Suðurskautslandinu í desember og hefur rekið til norðurs síðan. Reiknað er með að hann nái til South Georgia á næstu tveimur til fjórum vikum.

Sky News segir að sérfræðingar hafi miklar áhyggjur af afdrifum dýralífs á eyjunni ef ísjakinn strandar á grunnsævi við hana, því það getur lokað mikilvægum leiðum mörgæsa þegar þær fara til fæðuöflunar.

Foreldrar gætu neyðst til að synda lengra en áður, til að komast í fæðu, og eyða þar með meiri orku sem aftur myndi leiða til þess að þeir kæmu ekki með eins mikið æti handa ungum sínum og fram að þessu.

British Antarctic Survey segir að þetta geti aukið dánartíðnina mikið hjá mörgæsum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu