fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Hringdu á lögreglu vegna drónaflugs Braga – „Þarna kristallast bara óvild tiltekinna aðila í minn garð“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 21:00

Bragi flaug drónanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af manni vegna drónaflugs eftir kvartanir starfsfólks stjórnsýsluhússins. Reyndist maðurinn vera Bragi Axelsson, sem hefur verið undir rannsókn vegna máls Innheimstofnunar sveitarfélaga, sem var til húsa í sömu byggingu.

Vestfjarðamiðillinn Bæjarins besta greinir frá þessu.

Í gær var greint frá því að lögreglan hefði í síðustu viku haft afskipti af einstaklingi vegna drónaflugs við opinbera byggingu. Það er stjórnsýsluhúsið. Að sögn Helga Jónssonar, lögreglustjóra, hafði komið fram kvörtun eða ábending frá starfsfólki þar og var brugðist við því. Einnig greindi hann frá því að skýringar væru komnar fram og að ekkert meira yrði aðhafst í málinu.

Í dag er greint frá því að umræddur drónaflugmaður hafi verið Bragi Axelsson, lögmaður. Sagðist hann hafa verið að taka myndir með drónanum. Það hafi verið falleg birta og honum þætti gaman að taka myndir.

Stjórnsýsluhúsið stendur við Hafnarstræti 3 en lögmannsskrifstofa Braga við Hafnarstræti 6. Innheimtustofnun sveitarfélaga hafði heimilisfang að Hafnarstræti 1, í sömu byggingu og stjórnsýsluhúsið.

Óvild í sinn garð

Við Bæjarins besta sagði Bragi að hann hafi sett drónann á loft við inngang skrifstofu sinnar. Lögreglumaður hafi komið að, fengið að sjá myndirnar, beðist afsökunar á ónæðinu og svo haldið sína leið.

Sagðist Bragi hafa tekið þúsundir landslagsmynda á drónann undanfarin ár og fólk hafi ekki kvartað áður undan því. Það sé með ólíkindum að ákveðnir starfsmenn stjórnsýsluhússins skuli láta svona.

Sjá einnig:

Innheimtustofnun:Staðfest að Bragi fékk verkefni frá forstjóranum – Kveikur með málið til rannsóknar vikum saman

Vísaði hann til þess að lögreglan sjálf taki oft drónarmyndir á svæðinu sem og aðrir drónaflugmenn. Það sé einnig sáralítill munur á að taka mynd á dróna eða farsíma. Sagði Bragi að það væri ekki sama hver væri að taka myndir. „Þarna kristallast bara óvild tiltekinna aðila í minn garð,“ sagði hann við bb.is.

Samningi rift eftir alvarlega ásakanir

Bragi var forstöðumaður útibús Innheimtustofnunar sveitarfélaga sem hefur nú verið lögð niður. Hann ásamt Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra, hafa verið undir rannsókn hérðassaksóknara vegna málum tengdum stofnuninni síðan árið 2022.

Bragi og Jón voru sendir í leyfi hjá Innheimtustofnun í desember árið 2021. Stjórn Innheimtustofnunar rifti svo samningi við þá vegna alvarlegra brota í starfi og vanefnda á samningi vegna trúnaðarbrots.

Greint var frá því að Jón hefði samið við lögmannsstofu Braga um innheimtuverkefni stofnunarinnar. Um fjörutíu milljónir króna hafi verið greiddar í þóknanir vegna þjónustu sem ekki átti að útvista. Sendi héraðssaksóknari tíu fulltrúa til að gera húsleitir hjá stofnuninni. Málið er enn þá á borði saksóknara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum
Fréttir
Í gær

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari