fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Horfði loksins á myndbandið af heimafæðingunni og áttaði sig á veigamiklu atriði

Pressan
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýleg heimafæðingarreynsla Nichol Gerber varð enn þýðingarmeiri þegar hún horfði loksins á myndband af fæðingunni. Þá tók Gerber eftir því að heimilishundurinn Penny hafði verið til staðar í öllu ferlinu.

Gerber setti brot af myndbandinu á TikTok og gerði sér engan veginn grein fyrir afleiðingunum, brotið sló gjörsamlega í gegn. Gerber segist ekki hafa búist við svona miklum viðbrögðum við myndbandinu á TikTok. „Ég held að ég hafi bara ekki áttað mig á því hversu margir tengjast dýrum – sérstaklega hundum. Ég trúi því mjög að Penny hafi vitað hverju hún var að verða vitni að og sjá vegna þess að hún er tík.“

@nichol.gerber Replying to @Yogirlkristin gotta make sure that mom + baby are okay🥹 . . . #homebirth #freebirth #secondbaby #labor #laboranddelivery #goldendoodle ♬ original sound – Nichol Gerber

Gerber var alltaf ákveðin í heimafæðingu þegar hennar annað barn kæmi í heiminn. Fæðingin þann 8. október 2024 gekk hins vegar hratt fyrir sig og kom ljósmóðirin 20 mínútum eftir að barnið fæddist. Gerber fannst þrátt fyrir hraðann fæðingin ótrúlega jákvæð og styrkjandi reynsla.

Hjónin voru ekki búin að ákveða að Penny yrði viðstödd fæðinguna, en Gerber segist ekki hafa viljað hafa þetta öðruvísi. „Ég elska nákvæmlega hvernig þetta varð og það varð betra en ég var búin að ákveða fyrirfram.“

Fjölskyldan eignaðist Penny á Valentínusardaginn árið 2022 og lýsir Gerber lýsir þriggja ára hundinum sem afar rólegum. „Hún er mjög í takt við okkur, ég hugsa meira en ég geri mér grein fyrir.“

Gerber segir að Penny hafi einnig verið alltaf við hlið hennar á meðgöngunni. „Hún var meira í kringum mig og lá meira við hliðina á mér. Sum kvöldin þegar hún kúraði við hliðina á mér, þá var ég að segja við hana: „Hvernig líður þér? Hvað ertu að hugsa? Ertu að reyna að segja mér eitthvað?’”

Penny hefur sýnt nýja barninu hógværa forvitni frá fæðingu. „Ef hún hefur áhyggjur af því að barnið grætur, þá tökum við eftir því að hún fer mtil hennar og þefar af henni,“ segir Gerber. „Og hún mun ganga úr skugga um að hún sé í lagi eða hún fer nálægt henni þangað til ég kem til að sinna barninu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu