fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Fréttir

Egill telur að mál Flokks fólksins sé stormur í vatnsglasi – Hallgrímur segir að Inga sæti stöðugu einelti

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki viss um að þetta með skráningu stjórnmálaflokka sé eins mikið stórmál og látið er,“ segir Egill Helgason, fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Mikið hefur verið rætt um mál Flokks fólksins að undanförnu en hann hefur hlotið styrki undanfarin þrjú ár án þess að uppfylla lagaskilyrði um fjárstuðning hins opinbera við stjórnmálaflokka.

Fari svo að Flokkur fólksins verði látinn endurgreiða þær 240 milljónir sem hann þáði í styrk myndi það væntanlega leiða til gjaldþrots flokksins.

Egill segist sem fyrr segir ekki vera viss um að þetta sé eins mikið stórmál og látið er.

„A.m.k. virðast flestir flokkar – með undantekningum – vera undir þessa sök seldir í meira eða minna mæli,“ segir Egill og vísar í fréttir þess efnis að fleiri stjórnmálaflokkar en Flokkur fólksins hafi þegið framlög úr ríkissjóði án þess að uppfylla þar til gerð skilyrði.

Vísir greindi til dæmis frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þegið 167 milljónir árið 2022 rétt áður en skráningu flokksins var breytt. Þá var bent á að VG hefði ekki breytt sinni skráningu fyrr en í september í fyrra. Sósíalistar voru í sömu sporum en þeir breyttu skráningu sinni í nóvember 2023 sem og Píratar árið 2022. Allir þessir flokkar fengu styrki, misháa þó, án þess að vera skráðir sem stjórnmálasamtök.

Egill segir í færslu sinni að miklu umhugsunarverðari séu hinar gríðarlegu fjárhæðir sem flokkarnir dæla í sjálfa sig og hafa getað nálgast þótt formsatriðum sé ekki fullnægt.

Margir taka undir með Agli og segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur að markmiðið hafi verið að grafa undan Flokki fólksins og ríkisstjórninni.

„Dettur niður dautt þegar margir flokkar höfðu skráninguna ranga. Má alveg skoða hvernig fjármununum er eytt já. Af öðrum en flokkunum sjálfum,“ segir hann.

Þá velta aðrir fyrir sér hvar ábyrgðin raunverulega liggur.

„Opinber stofnun sem dælir út almannafé án lagaheimildar hlýtur að vera jafnsek. Eða með öðrum orðum…..borgar stórar upphæðir til félagasamtaka sem ekki eiga rétt á. Finnst fólki ekkert að því,” spyr einn.

Hallgrímur Helgason rithöfundur telur að hart verði sótt að Ingu Sæland næstu misserin og skýtur á Morgunblaðið í athugasemd sinni.

„Svona verður þetta næstu árin, Sæland í stöðugu einelti sem stýrt er af bláu öndunum í bládegismóum, og allir taka þátt, allir virkjaðir, skólameistarar jafnt sem minni spámenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“
Fréttir
Í gær

„Rottukeisari“ New York borgar hoppar frá borði

„Rottukeisari“ New York borgar hoppar frá borði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úthúðar Guðmundi Inga og segir hann ekki ráða við verkefnið – „Gerum við ekki meiri kröfur en þetta?“

Úthúðar Guðmundi Inga og segir hann ekki ráða við verkefnið – „Gerum við ekki meiri kröfur en þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins

Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Sveinbjörnsson um óveðrið í aðsigi – Ekki góðar fréttir ef nýmynduð lægðin „gleypi“ fellibylinn

Einar Sveinbjörnsson um óveðrið í aðsigi – Ekki góðar fréttir ef nýmynduð lægðin „gleypi“ fellibylinn