fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

Skotinn til bana nokkrum dögum eftir að hafa verið náðaður af Trump

Pressan
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 08:43

Matthew var í þinghúsinu í 16 mínútur á sínum tíma og hlaut dóm fyrir það.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthew Huttle, 42 ára Bandaríkjamaður sem hlaut dóm fyrir aðild sína að óeirðunum við bandaríska þinghúsið árið 2021, var skotinn til bana af lögreglu á sunnudag.

Matthew hafði aðeins örfáum dögum áður verið náðaður af Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hlaut Matthew sex mánaða dóm fyrir aðild sína að óeirðunum en hann var í hópi þeirra sem fóru í óleyfi inn í þinghúsið hvar hann var í 16 mínútur.

CNN segir frá því að Matthew  hafi verið stöðvaður af lögreglu Jasper County í Indiana á sunnudag fyrir óljósar sakir. Hann er sagður hafa streist á móti þegar lögreglumaður hugðist handtaka hann og endaði það þannig að hann var skotinn til bana af lögreglu.

Matthew var vopnaður skammbyssu þegar atvikið átti sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Forsprakka velferðarsvikamyllu gert að sæta upptöku Porsche og lúxusvara

Forsprakka velferðarsvikamyllu gert að sæta upptöku Porsche og lúxusvara
Pressan
Í gær

Grok gagnrýnt fyrir kynferðislegar gervigreindarmyndir – Katrín prinsessa á meðal þolenda

Grok gagnrýnt fyrir kynferðislegar gervigreindarmyndir – Katrín prinsessa á meðal þolenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst