fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Inga fær á baukinn: „Mér finnst þessi frétt vera með ólíkindum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 07:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er gagnrýnd nokkuð harðlega af fyrrverandi ráðherrum í viðtölum í Morgunblaðinu í dag.

Vísir greindi frá því í gær að Inga, sem er félags- og húsnæðismálaráðherra, muni hafa hellt sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds Nike-skópars barnabarns hennar. Er Inga sögð hafa minnt á vald sitt og áhrif í samfélaginu og tengsl við lögreglu.

Skórnir komu í leitirnar um síðir en Inga mun hafa verið ósátt við hversu illa gekk að finna þá. Símtalið átti sér stað að sögn fyrir um þremur vikum.

Morgunblaðið ræðir í dag til dæmis við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmann Sjálfstæðisflokksins um málið. „Mér finnst þessi frétt vera með ólíkindum, ef hún er sönn,“ segir hún og bætir við:

„Ef Inga er orðin ráðherra á þessum tíma þá er þetta mikil misbeiting á ráðherravaldi, sem ég myndi segja að væri mjög alvarlegt.“

Undir þetta tekur Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmaður Miðflokksins. Hún segir að ekki þurfi neinar sérstakar siðareglur til að sjá að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína í eiginhagsmunaskyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“