fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 10:00

Sigmundur Davíð segist hafa farið með bréf til Brussel. Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í útvarpsviðtali í morgun að Evrópusambandið hefði staðfest við sig að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki eftir að hann fór með bréf til Brussel. Vísaði hann til gervigreindarinnar í því samhengi.

Sigmundur var í viðtali hjá Morgunútvarpinu á Rás 2 til að bregðast við fréttum gærdagsins um að umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild væri enn þá gild. Þetta staðfesti Guillaume Mercier, talsmaður stækkunarstjóra ESB við fréttamann RÚV. Var þetta rætt á fundi utanríkisráðherra í Brussel þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var viðstödd.

Ísland ekki umsóknarríki á heimasíðunni

„Mér finnst þau fullfljót að fara af stað með þetta þó fyrirsjáanlega leikrit. Þing er ekki einu sinni komið saman,“ sagði Sigmundur í viðtalinu. Sagði hann þetta vera leið til að koma til móts við íslensku ríkisstjórnina og utanríkisráðherrann en ef Ísland vildi sækja aftur um þyrftu öll aðildarríkin að samþykkja það.

Vísaði hann til heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Ísland væri ekki umsóknarríki. Þar sé hins vegar að finna Tyrkland, sem hafi sótt um árið 1999 en viðræður koðnað fljótlega niður árið 2005. Einnig Kósóvó sem sé flokkað sem áhugasamt ríki.

Með bréf til Brussel

Var Sigmundur spurður hvort þessar nýjustu fréttir myndu ekki breyta stöðunni í ljósi þess að sumir hafi haldið því fram að þetta væri útkljáð mál og ekki hægt að koma aftur að borðinu. Ljóst sé nú að hægt sé að blása lífi í þessa umsókn.

„Ég held að það efist enginn um að það sé hægt að sækja um aftur,“ sagði Sigmundur en sagðist hins vegar hafa fengið staðfestingu á því að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. „Ég fór sjálfur til Brussel með bréf og hitti þar Juncker og Tusk sem fór þá fyrir Evrópusambandinu. Þeir staðfestu þetta og gerðu ráðstafanir í samræmi við það.“

Gervigreindin með þetta á hreinu

Gunnar Bragi Sveinsson hafði áður farið með bréf til Evrópusambandsins á fund í Slóvakíu. Sigmundur sagðist hafa farið líka með bréf til þess að þetta væri alveg á hreinu.

„Ég fékk sent í gær eftir þessa frétt að einhver hefði spurt gervigreindina sem menn leita mikið til nú til dags um þetta,“ sagði Sigmundur. „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum og sagði meira að segja frá ferð minni til Brussel. Þar hefði ég afhent bréf sem Evrópusambandið hefði staðfest.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað