fbpx
Föstudagur 30.janúar 2026
Fréttir

Höllu ekki boðið á innsetningu Trumps

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður ekki viðstödd þegar Donald Trump verður svarinn í embætti Bandaríkjaforseta næstkomandi mánudag, 20. janúar.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og segir að Halla hafi ekki fengið boð um að vera viðstödd, ekki frekar en fyrirrennarar hennar í embætti eða aðrir norrænir þjóðarleiðtogar.

Ekki sé hefð fyrir því að erlendum þjóðhöfðingjum sé boðið að vera við innsetningu Bandaríkjaforseta.

Morgunblaðið bendir þó á að Trump hafi rofið þessa hefð árið 2017 þegar hann bauð fulltrúum lykilbandamanna sinna, til dæmis Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var svarinn í embætti.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að meðal þeirra sem fá boðskort nú séu Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Xi Jinping, forseti Kína, Nayib Bukele, forseti El Salvador, Javier Milei, forseti Argentínu og Takeshi Iwaya, utanríkisráðherra Japans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sauð upp úr á Ölveri – Vogabúi á sextugsaldri ákærður

Sauð upp úr á Ölveri – Vogabúi á sextugsaldri ákærður
Fréttir
Í gær

Ljósið flytur í nýtt og rýmra húsnæði á árinu

Ljósið flytur í nýtt og rýmra húsnæði á árinu
Fréttir
Í gær

Netverjar forviða yfir aðbúnaði á Litla-Hrauni – „Þetta er ekki fangelsi heldur heimavist“

Netverjar forviða yfir aðbúnaði á Litla-Hrauni – „Þetta er ekki fangelsi heldur heimavist“
Fréttir
Í gær

Stúlka á Suðurnesjum varð logandi hrædd þegar grímuklæddir menn birtust við heimili hennar

Stúlka á Suðurnesjum varð logandi hrædd þegar grímuklæddir menn birtust við heimili hennar
Fréttir
Í gær

Bráðalæknir ráðleggur Íslendingum að djamma með hjálm – „Öl er böl“

Bráðalæknir ráðleggur Íslendingum að djamma með hjálm – „Öl er böl“
Fréttir
Í gær

Þrír nýir forstöðumenn hjá Póstinum

Þrír nýir forstöðumenn hjá Póstinum