fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffihúsið Súfistinn í Hafnarfirði mun loka dyrum sínum fyrir fullt og allt næstkomandi föstudag eftir rúmlega þrjátíu ára rekstur.

Eigendur staðarins tilkynntu þetta í færslu á Facebook í gærkvöldi og er óhætt að segja að margir komi til með að sakna kaffihússins ef marka má athugasemdir við færsluna.

Það voru hjónin Birgir Finnbogason og Hrafnhildur Blomsterberg sem stofnuðu Súfistann árið 1994 og hefur hann verið rekinn af þeim og fjölskyldu þeirra frá upphafi. Í færslunni er bent á að staðurinn hafi fagnað 30 ára afmæli sínu í sumar og hann hafi alla tíð verið staðsettur í einu elsta steinhúsi Hafnarfjarðar að Strandgötu 9.

En nú er komið að leiðarlokum í rekstri Súfistans og ætlar fjölskyldan að snúa sér að öðrum verkefnum.

„Súfistinn lokar því dyrum sínum fyrir viðskipti fyrir fullt og allt í lok dags föstudaginn 17. janúar eftir 30 ára ævintýri,” segir í færslunni og bent á að á laugardag verði opið hús fyrir alla viðskiptavini Súfistans milli kl. 13:00 og 18:00 þar sem heitt verður á könnunni og viðskiptavinir geta hist, kvatt staðinn, eigendur og starfsfólk.

Segir í færslunni að fjölskyldan gangi stolt frá þessu 30 ára starfi okkar og þakkar fyrir allar góðar samverustundir.

Sem fyrr segir kveðja margir staðinn með söknuði og segir fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason til dæmis á Facebook-síðu sinni:

„Ég hef átt margar góðar stundir á Súfistanum í Hafnarfirði. Stundum þegar ég er að sýsla eitthvað í bænum eða vegna þess að ég fer barasta í bíltúr þangað – einhvern veginn hef ég alltaf dregist dálítið að Hafnarfirði. Strandgatan missir mikið við brotthvarf Súfistans. Góður staður, gott kaffi og gott að sitja þar fyrir utan á góðviðrisdögum. Eiginlega hjarta bæjarins. Ég þakka fyrir mig.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð