fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 06:30

Ulf Kristersson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður,“ sagði Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á ráðstefnu á vegum samtakanna Folk og Försvar á sunnudaginn.

TT-fréttastofan segir að í ræðu sinni hafi hann meðal annars rætt um blendingsstríð Rússa. Í þessu samhengi ræddi hann um hvernig Rússar reyna að hafa áhrif á skoðanamyndun fólks með dreifingu lyga og rangra upplýsinga. Hann ræddi einnig um förufólk sem er sent yfir landamærin til Finnlands og Póllands.

Nýlegt slit á sæstrengjum í Eystrasalti bar einnig á góma í ræðu hans en hann vildi ekki benda á ákveðið land sem bæri ábyrgð á skemmdarverkunum. „Svíþjóð dregur ekki ótímabærar ályktanir og sakar engan um skemmdarverk án sönnunargagna,“ sagði Kristersson og bætti við: „En við erum heldur ekki barnaleg. Staða öryggismála og sú staðreynd að undarlegir hlutir eiga sér stað hvað eftir annað í Eystrasalti, gera að verkum að ekki er hægt að útiloka að um fjandsamlegar aðgerðir sé að ræða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra