fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Óhugnanlegur fundur á sveitabæ – Fjölskyldufaðir handtekinn

Pressan
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 04:14

Brad Spaford

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun desember gerði bandaríska alríkislögreglan FBI óhugnanlegan fund á sveitabæ í Virginíu. Þar býr Brad Spafford með eiginkonu sinni og tveimur börnum. Ekki var annað að sjá en hann væri ósköp venjulegur bandarískur fjölskyldufaðir en hann átti sér greinilega skuggalegt leyndarmál.

Heima hjá honum fann FBI rúmlega 150 sprengjur, skotvopn og eitt og annað tengt sprengjugerð. Hann var að sjálfsögðu handtekinn og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. FBI hafði unnið að rannsókn málsins í rúmt ár að sögn Washington Post.

Samkvæmt því sem kemur fram í dómskjölum þá hafði lögreglan aldrei áður fundið svona mikið magn af heimagerðum sprengjum á einum stað. Í skjölunum kemur fram að fjöldi sprengna hafi fundist í bakpoka í einu svefnherbergi hússins.

Einnig fannst fjöldi ljósmynda af Joe Biden, forseta, sem höfðu greinilega verið notaðar sem skotskífur.

Saksóknarar segja að Spafford hafi sagt að morð á stjórnmálamönnum þyrftu að verða vinsæl á nýjan leik í Bandaríkjunum.

Spafford hefur aldrei verið komið við sögu lögreglunnar vegna ofbeldis- eða vopnalagabrota og því hefur mál hans vakið mikla athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug