fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí

Pressan
Mánudaginn 6. janúar 2025 06:30

Mikil ólga hefur verið á Haítí síðustu misseri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin öflugu glæpagengi á Haítí hafa tvo valkosti, annar er að gefast upp en hinn er að berjast við hermenn.

Þetta sagði Godfrey Otounge yfirmaður alþjóðlegrar herlögreglusveitar sem er komin til Haíti. Um 150 herlögreglumenn frá ríkjum í Mið-Ameríku er komnir til landsins til að aðstoða þarlend stjórnvöld í baráttunni við glæpagengin.

Á föstudaginn komu 75 herlögreglumenn til landsins með bandarískri herflugvél. Flestir herlögreglumannanna, sem komu þá, eru frá El Salvador. Á laugardaginn bættust aðrir 75 við, flestir frá Gvatemala.

Otunge er eins og áður sagði yfirmaður herlögreglusveitanna en verkefnið er á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Fjölmennt lögreglulið frá Kenía hefur verið til staðar í landinu í nokkra mánuði til að takast á við glæpagengin.

Otunge sagði að eftir komu liðsstyrksins um helgina geti meðlimir glæpagengjanna hvergi falið sig og að þeim verði einfaldlega útrýmt ef þeir gefast ekki upp.

Glæpagengin hafa ítrekað ráðist á fangelsi, lögreglustöðvar og alþjóðaflugvöll landsins síðan 2021 í kjölfar morðsins á Jovenel Moise forseta. Enginn forseti hefur verið í landinu síðan.

AP segir að talið sé að glæpagengin fari með völdin í 85% af höfuðborginni Port-au-Prince.

Bahamas, Banglades, Barbados, Benín og Tjad hafa lofað að senda hermenn og lögreglumenn til Haítí til að styrkja baráttuna gegn glæpagengjunum. Ekki liggur fyrir hvenær þeir koma.

Haíti er í Karíbahafi, á sömu eyju og Dóminíska lýðveldið. Um 12 milljónir búa í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni