fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Jólasnjórinn kominn til Tenerife

Pressan
Mánudaginn 23. desember 2024 18:30

Frá Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snjór þekur hlíðar eldfjallsins Teide á eyjunni sem margir Íslendingar þekkja svo vel, Tenerife. Snjór og hálka er einnig á vegum í næsta nágrenni fjallsins og leiðum inn í þjóðgarðinn sem umlykur fjallið hefur verið lokað vegna þessa.

Fjölmiðillinn Canarian Weekly greinir frá þessu.

Spænska veðurstofan rekur snjókomuna til óstöðugs lofts og mikils loftþrýstings yfir Kanaríeyjum. Rosa Dávila héraðsstjóri á Tenerife segir snjóinn á Teide og næsta nágrenni vera jólagjöf til íbúa eyjunnar og annarra eyja í Kanaríeyjaklasanum. Þetta sé þörf áminning um hversu fögur og einstök eyjan sé og hversu mikilvægt sé að varðveita hana.

Helstu vegir inn í þjóðgarðinn eru lokaðir vegna snjós og hálku en miðað við myndir sem fylgja umfjöllun Canarian Weekly er um að ræða aðstæður þar sem aldrei kæmi nokkurn tíma til greina á Íslandi að loka viðkomandi vegi. Frekari snjókomu er spáð á Tenerife á svæðum sem eru hærra en 1.800 metra yfir sjávarmáli. Í 2.400 metra hæð er búist við allt að 20 sentímetra jafnföllnum snjó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Í gær

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“