fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 19. desember 2024 19:00

Maðurinn beitti konuna hrottalegu ofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir hefur verið dæmdur átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá dóttur sína í andlit og sparka í búk hennar. Einnig að hóta henni og bróður hennar ofbeldi. Sagðist hann ætla að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði ef hún færi ekki inn í herbergið sitt.

Dómurinn féll í Landsrétti í fyrradag, 17. desember, og voru refsingarákvæði föðurins óröskuð. Einnig bótakröfur að mestu, það er að hann greiði dóttur sinni eina milljón króna og syni 400 þúsund krónur auk vaxta. Þá er honum einnig gert að greiða máls og áfrýjunarkostnað.

Hótaði gríðarlegum barsmíðum

Ofbeldisbrotið sem faðirinn var dæmdur fyrir skeði á heimili þeirra þann 30. ágúst árið 2016. Sló hann dóttur sína í andlitið og elti hana síðan inn svefnherbergið og sparkaði í efri hluta búks hennar. Hlaut hún sprungna vör, roða og eymsli í kringum rifbein.

Hótanirnar sem hann var dæmdur fyrir gegn börnum sínum tveimur áttu sér stað þann 26. mars árið 2019. Hótaði hann dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði ef hún færi ekki inn í herbergið sitt. Eftir það hótaði hann syni sínum barsmíðum líka.

Í ákærunni, sem var gefin út 1. nóvember árið 2022, sagði að hótanirnar hafi verið til þess fallnar að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð barnanna.

Sagðist hafa fengið kinnhest fjögurra ára

Dóttirin kærði föður sinn á lögreglustöð þann 18. apríl árið 2018 fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi. Sagðist hún hafa búið við mikið ofbeldi af hálfu föður síns á heimilinu lengi. Foreldrar hennar eru báðir innflytjendur.

Sagðist hún í skýrslu ekki hafa tölu á því hversu oft hún hefði orðið fyrir ofbeldi. Hún muni eftir því að hann hafi slegið hana utan undir þegar hún var fjögurra ára gömul eftir að hún missti glas.

Hafi sakað móðurina um ótryggð

Einnig sagði hún að faðir sinn hefði beitt alla fjölskylduna miklu andlegu ofbeldi. Meðal annars að hann hefði sakað móður þeirra um ótryggð fyrir framan hana og tvo yngri bræður hennar. Í eitt skipti hafi hann slegið bróður hennar utan undir til að fá hann til að skýra frá að hann hafi séð mann fara frá heimilinu.

Ofbeldisbrotið sem faðirinn var dæmdur fyrir átti sér stað þegar fjölskyldan var nýflutt til Íslands. Sagðist hún hafa grátið og verið leið yfir því að flytja til landsins. Þegar móðirin fór út þá réðst faðir hennar á hana eins og áður var lýst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“