fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2024 15:30

Rússneskur kafbátur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll rússnesk skip og kafbátar hafa yfirgefið rússnesku flotastöðina í Tartus í Sýrlandi. Þetta sést á gervihnattarmyndum frá á mánudaginn.

Bandaríska hugveitan Institute of the Study of War skýrir frá þessu.

Rússar studdu stjórn Assad forseta af miklum móð og sendu meðal annars hersveitir til að aðstoða stjórnarher hans fyrir nokkrum árum. Þá nýttu þeir tækifærið og komu sér upp flotastöð í Tartu og herflugvelli í Khmeimim.

Ekki er vitað hvert flotinn fór en fregnir hafa borist af því að mörg skipanna haldi sig um 8 km frá höfninni. Hugveitan segir einnig að ekki sé hægt að fullyrða neitt um af hverju flotinn sigldi úr höfn núna.

Rússar vinna nú hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi yfirráð yfir herstöðvunum en á meðan óljóst er hver eða hverjir munu fara með völdin í Sýrland, þá er erfitt fyrir Rússa að tryggja sér áframhaldandi yfirráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“