fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Fundu ógnarstór neðanjarðargöng undir glæsihúsi Assad-fjölskyldunnar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppreisnarmenn sem náð hafa völdum í Sýrlandi eru sagðir hafa fundið stórt net neðanjarðarganga sem liggja undir glæsihúsi sem var í eigu Assad-fjölskyldunnar.

Eins og greint var frá um helgina hefur uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham náð völdum í Sýrlandi og er forsetinn Bashar al-Assad flúinn land og kominn til Moskvu.

Mail Online birti meðfylgjandi myndband á vef sínum í morgun en það er sagt hafa verið tekið undir glæsihýsi þar sem hershöfðinginn Maher al-Assad bjó, en hann er bróðir Bashar al-Assad. Eru göngin sögð vera nógu breið til að ökutæki geti ekið þar í gegn. Eru göngin meðal annars búin fullkomnu loftræstikerfi.

Sjá einnig: Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Assad-fjölskyldan hefur verið við völd í Sýrlandi frá árinu 1970 þegar Hafiz al-Assad, faðir Bashars, framdi valdarán og varð forseti. Hann var forseti Sýrlands til dauðadags árið 2000 og tók Bashar við völdum í kjölfarið.

Eins og að framan greinir er Bashar kominn til Rússlands þar sem hans bíður hæli en óvíst er hvar Maher er niðurkominn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“