fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Stálu tertum fyrir 5 milljónir – „Þið eruð þjófóttir drullusokkar“

Pressan
Föstudaginn 6. desember 2024 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michelin kokkurinn Tommy Banks varð fyrir miklu áfalli nýlega þegar tertum að verðmæti sem svarar til um 5 milljóna íslenskra króna var stolið frá honum.

Terturnar voru í sendiferðabíl og virðist sem þjófurinn eða þjófarnir hafi verið svangir því í bílnum voru 2.500 tertur. CNN skýrir frá þessu.

Banks sagði að allt hafi verið til reiðu að flytja terturnar til York þar sem selja átti þær á jólamarkaði.

„Einhvers staðar er sendibíllinn okkar og tæpt tonn af tertum með nafninu mínu á. Þeir hafa líklega ekki reiknað með að það væri tæpt tonn af tertum í sendibílnum,“ segir Banks í myndbandi sem hann birti á Instagram.

Hann bætir síðan við að líklega geti þjófarnir ekki gert mikið við terturnar og stingur upp á því við þá að þeir skili þeim á góðan stað þar sem hægt verði að deila þeim út til fólks.

Hann fer ekki leynt með álit sitt á þjófunum –„Ég veit vel að þið eruð þjófóttir drullusokkar og ég vona að þið fáið engar jólagjafir í ár.

Lögreglan fann sendibílinn á mánudaginn en engar tertur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá