fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Rifust um peningaeyðslu í fíkniefni því jólin eru á næsta leiti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2024 18:33

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla var kölluð út í Árbæ í dag vegna hávaða innandyra í íbúð. Þegar lögreglan kom á staðinn hitti hún fyrir tvo aðila sem voru í íbúðinni. Þau kváðust hafa rifist út af peningaeyðslu þeirra í fíkniefni undanfarið, þar sem jólin væru á næsta leiti.

Ofangreint kemur fram í dagbók lögreglu. Þar kemur eins fram að í Breiðholti barst tilkynning um frelsissviptingu og rán í heimahúsi. Húsráðandi var brotaþoli og voru tveir handteknir á vettvangi vegna málsins. Báðir voru í annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu.

Aðili í Hlíðum var ógnandi og í annarlegu ástandi í verslun. Hann hafði brotið hurð innandyra og var handtekinn á vettvangi. Annar aðili hafði sofnað í sameign fjölbýlishúss í hverfinu. Lögregla vísaði honum á dyr og gekk það vandræðalaust fyrir sig.

Eins var tilkynnt um nágrannaerjur í Múlahverfi en lögreglu tókst að stilla til friðar.

Bíll valt í Hafnarfirði og hlaut ökumaður minni háttar áverka, en hann var einn í bifreiðinni. Sá ákvað að leita sjálfur á slysadeild.

Loks var tilkynnt um vinnuslys í Hafnarfirði. Sá slasaði var fluttur á slysadeild af sjúkraflutningsmönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi