fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Hafnarfjarðarbær lokar „bílakirkjugarðinum“ við kirkjugarðinn

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 10:30

Sumir bílarnir hafa verið geymdir númeralausir mánuðum saman við kirkjugarðinn. Myndir/aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafnarfjarðarbær hefur brugðist við óánægju íbúa í Hvömmum við því að stórum ökutækjum og vinnuvélum, jafn vel númerplötulausum sé lagt í stæðið við kirkjugarð bæjarins. Eldur kviknaði í mannlausum vörubíl fyrir skemmstu.

DV fjallaði um málið fyrir viku síðan. Það er að íbúar væru orðnir þreyttir á stórum bílum og vinnuvélum sem lagt væri við kirkjugarðinn. Sumir bílarnir hefðu staðið þarna óhreyfðir mánuðum saman. Garðurinn væri að breytast í bílakirkjugarð. Kveikjan að umræðum var að vörubíll brann til kaldra kola á stæðinu en vegna þess að slökkvilið brást skjótt við var komið í veg fyrir að eldurinn breiddist út í nærliggjandi bíla.

Sjá einnig:

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Málið var tekið fyrir í umhverfis og framkvæmdaráði bæjarins í gær, miðvikudag, og samþykkt að loka á möguleikann að leggja atvinnutækjum og dráttarkerrum á stæðinu.

Þetta verður gert með því að setja merki sem segir: Bannað að leggja ökutækjum, loka svæðið af með stóru grjóti eða einhverju sambærilegu og að breyta deiliskipulagi kirkjugarðsins þannig að setning sem segi að heimilt sé að leggja stórum bifreiðum á afmarkað svæði verði tekin út.

Á fundinum var einnig samþykkt að grætt verði upp svæðið á milli Hvammabrautar og kirkjugarðsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum
Fréttir
Í gær

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“