fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Pútín segir að Rússar muni gera tilraunir með ný ofurhljóðfrá flugskeyti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 07:30

Hér sést Oreshnik flugskeyta springa í Dnipro nýlega. Skjáskot/Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar ætla að fjöldaframleiða Oreshnik-flugskeyti að sögn Vladímírs Pútíns sem segir að þetta nýja vopn hafi „sérstakan styrk og kosti“.

Pútín sagði þetta þegar hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi á föstudaginn.  Hann sagði að áfram verði haldið að gera tilraunir með þessi flugskeyti, þar á meðal á vígvellinum í Úkraínu en allt byggist þetta á stöðunni hverju sinni og hvaða ógnir steðja að öryggi Rússlands.

Rússar skutu slíku flugskeyti á Dnipro á fimmtudaginn. Náði flugskeytið 11 földum hljóðhraða á leið sinni að skotmarkinu.

Pútín sagðist nú þegar hafa gefið fyrirmæli um að byrjað verði að fjöldaframleiða þessa tegund flugskeyta. Hann sagði einnig að ekkert annað ríki búi yfir svipaðri flugskeytatækni og þetta flugskeyti er byggt á en um leið viðurkenndi hann að það sé aðeins tímaspursmál hvenær svo verði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“
Fréttir
Í gær

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“