fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Gömlu hjónin hurfu sporlaust árið 1980 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Pressan
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 20:30

Charles og Catherine Romer skömmu áður en þau hurfu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur spurst til hjónanna Charles og Catherine Romer síðan 6. apríl 1980 þegar þau lögðu akandi af stað frá Flórída til Georgíuríkis.

Bæði voru komin vel á áttræðisaldur þegar þau hurfu og vakti hvarf þeirra talsverða athygli á sínum tíma. Taldi lögregla á sínum að líklega hefði eitthvað saknæmt átt sér stað. Charles og Catherine voru ekkjufólk þegar þau kynntust og höfðu þau verið gift í nokkur ár.

NBC News greinir frá því að á dögunum hafi bifreið, 1978 árgerðin af Lincoln Continental, fundist á bólakafi í vatni í Georgíuríki. Hjónin óku einmitt slíkri bifreið þegar þau hurfu en inni í bílnum sem fannst voru líkamsleifar að minnsta kosti eins einstaklings.

Hjónin lögðu af stað frá Miami Beach þann 6. apríl 1980 og óku sem leið lá að Georgíuríki. Tveimur dögum síðar, þann 8. apríl, innrituðu þau sig á Holiday Inn-hótelið í Brunswick í Georgíu, en þann 11. apríl tilkynnti hótelstarfsmaður um hvarf þeirra. Fannst bíllinn í vatni skammt frá umræddu hóteli og er talið að bifreiðinni hafi verið ekið ofan í vatnið af slysni.

Eins og áður segir taldi lögregla taldi líklegt að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað enda voru hjónin vel stödd fjárhagslega og var Catherine jafnan með dýra skartgripi á sér. Nú bendir allt til þess að svo hafi ekki verið en enn hefur þó ekki verið gefið upp hvort skartgripirnir dýru hafi fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann