fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt

Pressan
Laugardaginn 23. nóvember 2024 16:30

Þessi er góð í að standa á öðrum fæti. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stattu á öðrum fæti í 30 sekúndur til að sjá hversu mikil áhrif aldurinn hefur. Þetta segir í nýrri rannsókn þar sem kemur fram að það að standa á öðrum fæti geti sagt meira til um heilsufar þitt en þú kannski veist. Að minnsta kosti ef þú ert að komast á efri ár.

Videnskab segir að vísindamenn við Mayo Clinic hafi gert rannsóknina og meðal niðurstaðna hennar sé að ef þú er eldri en 50 ára og getur staðið á öðrum fæti í minnst 30 sekúndur, þá sértu að eldast vel.

„Ef jafnvægi þitt er lélegt, þá áttu á hættu að detta. Það getur haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar,“ segir Kenton Kaufman, aðalhöfundur rannsóknarinnar, í tilkynningu. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Plos One.

Rannsóknin leiddi í ljós að tíminn, sem fólk getur staðið á ráðandi fæti sínum, styttist um 1,7 sekúndur á ári en um 2,2 sekúndur þegar kemur að hinum fætinum. Þetta á við um bæði kynin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi