fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
EyjanFastir pennar

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geirfinnsmálið hefur legið eins og mara á þjóðinni í hálfa öld en þann 19. nóvember árið 1974 hvarf Geirfinnur Einarsson, vel liðinn og dugmikill fjölskyldufaðir í Keflavík. Þetta kvöld hélt ég upp á 12 ára afmæli mitt. Þrátt fyrir ungan aldur fór málið ekki framhjá mér í fjölmiðlum næstu árin, svo áberandi var það í allri umfjöllun og þurfti ekki sérstakan áhuga til að verða var við fréttir um hvarf Geirfinns.

Sú mynd af málinu sem dregin var upp í fjölmiðlum næstu ár á eftir og byggði á upplýsingum frá fangavörðum, lögreglu og dómsvaldi hefur síðan verið úrskurðuð alröng og sakborningar sem dæmdir voru á sínum tíma fyrir morð á Geirfinni hafa verið sýknaðir og hreinsaðir af allri sök í málinu.

Sjá einnig: Ný bók um hvarf Geirfinns kemur út í dag – Sagður hafa verið myrtur við heimili sitt

Í heimildarmyndum og bókum undanfarin ár hefur það komið fram að rannsókn málsins beindist ótrúlega lítið að nánasta umhverfi Geirfinns sjálfs. Núna er komin út bókin „Leitin að Geirfinni.“ Bókin er löng og ítarleg en eftir að hafa lesið hluta af henni virðist mér ljóst að rannsókn málsins sem fór af stað í kjölfar hvarfs Geirfinns var stórgölluð og í raun óskiljanleg.

Bókarhöfundar telja sig einnig hafa vitneskju um hvernig Geirfinnur dó, hvar hann dó og hver varð honum að bana. Hluti af þessum upplýsingum er birtur með brotakenndum hætti í bókinni og meðal annars stuðst við vitnisburð manns sem telur sig hafa orðið vitni að dauða Geirfinns, en hann var þá ungur drengur. Höfundur bókarinnar vill einnig láta yfirvöldum í té upplýsingar sem ekki eru í bókinni, m.a. nöfn vitna. Er það mat hans að ef lögregla rannsakar málið á grunni þessara upplýsinga og fylgir eftir vísbendingunum sé Geirfinnsmálið í raun auðleyst.

Sjá einnig: Höfundur nýju bókarinnar um Geirfinnsmálið telur að málið eigi að vera auðleyst fyrir lögreglu

Sjálfur hef ég enga hugmynd um hvað kom fyrir Geirfinn Einarsson að kvöldi 19. nóvember árið 1974. Ég veit ekki hvort höfundar nýju bókarinnar hafa rétt fyrir sér eða ekki og hvort sú óhugnanlega lýsing sem dregin er upp af andláti hans í bókinni er sönn eða ekki.

En ég vona innilega að ef hald reynist í upplýsingum þeirra þá muni lögregla rannsaka málið með opnum huga og af einurð.

Ég tel raunar að Geirfinnsmálið hvíli ekki alveg eins þungt á þjóðinni og það gerði lengi vel einfaldlega vegna þess að svo langt er um liðið  frá atburðinum að þeim Íslendingum sem eru nógu ungir til að þekkja lítið til málsins hefur fjölgað. En það væri sorglegt ef málið myndi einfaldlega falla í gleymskunnar dá með tíð og tíma.

Sannleikurinn gerir okkur frjáls og nú hefur hefur komið upp sá möguleiki að hægt sé að leysa þessa myrku gátu. Vonandi er það rétt og vonandi mun lögregla grípa tækifærið og upplýsa hvað varð um Geirfinn Einarsson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
EyjanFastir pennar
16.08.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
16.08.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi