Alexandre Lacazette gæti verið að taka ansi óvænt skref á ferlinum ef marka má heimildir Fichajes.
Lacazette er í dag leikmaður Lyon í Frakklandi og er hætta á að liðið sé nú á leið niður um deild vegna fjárhagsvandræða.
Fichajes segir að stórlið Real Madrid sé að horfa til Lacazette en hann er 33 ára gamall og lék áður með Arsenal.
Lacazette hefur staðið sig virkilega vel í Frakklandi undanfarin tvö ár og hefur gert 58 mörk í 88 leikjum fyrir Lyon.
Þessi fyrrum franski landsliðsmaður hefur engan áhuga á að spila í næst efstu deild og gæti því viljað fara í janúar.
Lacazette lék með Lyon frá 2010 til 2017 áður en hann stoppaði í fimm ár hjá Arsenal og skoraði þar 71 mark í 206 leikjum.