fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Eyjan
Laugardaginn 16. nóvember 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mestu hörmungar Íslandssögunnar eru án efa Skaftáreldar 1783. Stór gossprunga opnaðist í Lakagígum og spjó eldi og eimyrju yfir landið. Bændur og öll alþýða urðu fyrir gífurlegum búsifjum. Fjöldi fólks dó og bústofninn féll úr hor vegna elds og öskufalls. Byggðin í kringum Kirkjubæjarklaustur varð fyrir miklum skakkaföllum. Þann 20. Júlí 1783 voru allar líkur á því að hraunstraumurinn myndi eyða byggðinni og kirkjunni. Fólk horfði skelfingaraugum á glóandi eimyrju streyma fram með tilheyrandi hávaða og eiturgufum. Sr. Jón Steingrímsson messaði yfir söfnuði sínum þennan dag og bað Guð að miskunna þessari fátæku byggð og stöðva þetta djöfullega eldgos. Jón beitti allri sinni mælgi og trúarhita í þessari prédikun og ávarpaði almættið eins og jafningja sinn. Þau undur gerðust að eftir messuna fór að draga úr gosinu. Hvorki bærinn að Kirkjubæjarklaustri né kirkjan fóru undir hraun og söfnuðurinn þakkaði Guði og sr. Jóni fyrir þetta kraftaverk. Síðan hefur þessi prédikun sr. Jóns ávallt verið kölluð eldmessa eða eldræða í sögunni.

Í yfirstandandi kosningabaráttu hafa fjölmiðlar notað þetta orð í alls konar samhengi. Formaður Framsóknarflokks les af farsímanum sínum einhver innihaldslaus slagorð í útlendingamálum. Þessi klaufalegi upplestur er þegar í stað kallaður eldræða. Prestur í framboði heldur gamalkunna frasakennda ræðu um auðvald og alþýðu og fjölmiðlar eru ekki lengi að koma auga á enn eina eldræðu.

Þessi orðanotkun er til dæmis um útþynningu tungumálsins þegar orð glata merkingu sinni. Þegar blaðamenn kalla farsímaræður litlausra pólitíkusa eldmessur er um sorglegan og sögulegan misskilning að ræða. Sr. Jón Steingrímsson er fyrir löngu búinn að bylta sér í gröf sinn i yfir þessari ósvinnu. Hann veit sem er að þessar ræður geta hvorki stöðvað eldgos né fleytt viðkomandi flokkum í hæstu hæðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
EyjanFastir pennar
29.06.2025

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón