fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

„Þetta er ekki 20 ára gamalt röfl af netinu heldur staðreynd úr samtíma okkar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. nóvember 2024 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, biður fólk að hafa í huga að það sé raunveruleiki margra barna í dag að þau þurfa að fara svöng að sofa út af fátækt foreldra. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og það sé á ábyrgð samfélagsins að bregðast við.

Hún skrifar á Facebook: „Alvöru börn í raunheimum sofna svöng vegna fátæktar. Þetta er ekki 20 ára gamalt röfl af netinu heldur staðreynd úr samtíma okkar. Þessi börn eru fórnarlömb efnahagslegs ofbeldis. Afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar og haft áhrif á allt þeirra líf. Það er á ábyrgð okkar að uppræta þessa samfélagslegu skömm. Getum við staðið saman og gert það? Eða erum við, fullorðna fólkið, of upptekin við að velta okkur uppúr gömlum glæpum til að geta barist gegn eitrun misskiptingar og stéttskiptingar sem skemmir líf barna og unglinga nákvæmlega núna, allt í kringum okkur?“

Sólveig deilir skjáskoti af ummælum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, leiðtoga Sósíalista flokksins, úr Facebook-hóp flokksins. Þar bendir Sanna á að 18% barna í 4. bekk hafi farið svöng að sofa þar sem ekki er til matur heima hjá þeim. Sanna sagði:

„18% barna í 4. bekk greina frá því að hafa farið svöng að sofa vegna þess að það var ekki til matur heima. Þetta er ekki í lagi og þessu þarf að breyta. Börn ættu ekki að fara svöng að sofa vegna skorts. Það ætti enginn að fara svangur að sofavegna skorts.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“