fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Harris viðurkennir ósigur í ávarpi – „Nú er tími til að bretta upp ermarnar“

Pressan
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 21:53

Kamala Harris.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamala Harris, forsetaframbjóðandi demókrata og varaforseti Bandaríkjanna, hefur nú ávarpað bandarísku þjóðina og gengist við ósigri í forsetakosningunum.

„Þetta er ekki niðurstaðan sem við vildum eða það sem við börðumst fyrir, eða það sem við kusum. En heyrið þegar ég segi að ljós Bandaríkjanna mun alltaf skína skært, svo lengi sem við gefumst ekki upp og svo lengi sem við berjumst.“

„Fólk finnur fyrir öllum skala tilfinninga núna, sem ég skil vel. En við verðum að sætta okkur við niðurstöðu kosninganna,“ sagði Harris svo og greindi frá því að hafa fyrr í dag óskað Donald Trump til hamingju með sigurinn. „Ég sagði honum líka að við munum hjálpa honum og starfsliði hans í gegnum þessi umskipti og að við ætlum okkur að taka þátt í friðsamlegum valdaskiptum.“

Hún tók fram að þó hún hafi viðurkennt ósigur þá sé hún ekki búin að gefast upp á þeim stefnumálum sem hún barðist fyrir. Hún ætli aldrei að hætta að berjast fyrir framtíð þar sem Bandaríkjamenn geta látið drauma sína rætast og þar sem konur hafa frelsið til að taka ákvarðanir um eigin heilsu og líkama án þess að ríkisstjórnin sé að skipta sér að því.

„Við munum halda þessum slag áfram á kjörstöðum, í dómskerfinu og á götunni,“ sagði Harris og vísaði til þess að demókratar þurfi nú að huga að næstu forsetakosningum. Stundum taki baráttan lengri tíma en reiknað var með, en það þýði þó ekki að hún sé töpuð. Baráttan fyrir betri heim haldi ótrauð áfram.

„Ekki örvænta. Þetta er ekki tíminn til að kasta til höndum. Þetta er tíminn til að bretta upp ermarnar“

Svo fór hún með kunnuglega setningu um bjartsýni andspænis mótlæti: „Aðeins í niðamyrkri sést til stjarnanna“

„Ég veit að mörg upplifa að við séum að ganga inn í myrka tíma, en ég vona fyrir okkur öll að raunin verði önnur. En ef svo fer, þá bið ég Bandaríkin að leyfa okkur að fylla himininn af milljörðum bjartra stjarna. Ljósi bjartsýni, trúar, sannleika og þjónustulundar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós