fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Íbúar í Dalahrauni fengu fimm ruslatunnur á hús en vildu fimmtán – Hveragerði neitar að viðurkenna mistök

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 11:30

Íbúar eru ekki sáttir við ruslatunnurnar sínar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar við nokkrum húsum við götuna Dalahraun í Hveragerði eru ósáttir við þann fjölda ruslatunna sem þeir fá. Þeir fá fimm en vilja fá fimmtán. Krefjast þeir þess að bærinn viðurkenni mistök í málinu en bærinn stendur fast við sinn keip.

Formaður húsfélagsins í Dalahrauni 15, í nýju hverfi í vesturhluta Hveragerðis, sendi bæjarstjórn bréf vegna málsins. En það sama eigi við um fleiri hús í götunni, það er Dalahraun 9, 11 og 13.

Hvert heimilisfang er fimm íbúða fjölbýlishús sem íbúar tóku við í upphafi árs 2022. Í bréfi formannsins, Birgis Sigurðssonar, frá því í júlí segir að íbúar hafi strax séð að fjöldi ruslatunna hafi eingöngu verið fimm tunnur.

„Við fórum fljótlega að ræða við bæjaryfirvöld um að fjöldi tunna væri ekki til samræmis við einbýli. Eitt einbýli, á þeim tíma var úthlutað 3 tunnum, einni almennri, einni undir plast og einni undir pappír. Fjölbýlinu hjá okkur var úthlutað 5 tunnur, 2 fyrir almennt, 3 fyrir pappír og plast,“ segir formaðurinn í bréfinu. „Það er liggur í hlutarins eðli að ef fjöldi tunna fyrir fjölbýli ætti að vera til samræmis við einbýli þá hefðum við átt að fá úthlutað 15 tunnum.“

Með tilkomu breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir hafi einni tunnu verið bætt við. Það er undir lífrænan úrgang.

Byggingarfulltrúi hafi samþykkt án athugasemda

Í bréfinu er það sagt að það felist í útlitshönnun hússins hvernig fjöldi tunna var ákveðinn. Samkvæmt teikningum sé eingöngu gert ráð fyrir fimm tunnum og þessar teikningar hafi byggingafulltrúi Hveragerðis samþykkt og ekki gert neinar athugasemdir.

„Við höfum ítrekað farið fram á það við bæjaryfirvöld að þau viðurkenni að mistök hafi átt sér stað og komi til móts við íbúendur fjölbýla við Dalahraun og leiðréttingu á ruslageymslum,“ segir formaðurinn og leggur til að núverandi ruslageymslur verði fjarlægðar og nýjar settar upp sem gætu hýst ruslakör.

Uppfylli allar kröfur

Hveragerðisbær hafnar því að hafa gert mistök. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 22. ágúst og vísað til skipulags og umhverfisnefndar og umsagnar byggingarfulltrúa og umhverfisfulltrúa.

Í umsögn fulltrúanna kemur fram að samþykkt aðaluppdrátta, þann 22. febrúar árið 2021, hafi verið tekið mið af kröfum reglugerðar um sorpgerði. Það er að sorpílát séu í þriggja metra fjarlægð frá húsi, séu úr efnum sem auðvelt sé að þrífa og ákveðin umferðarbreidd sé framan við. Sorpgerðin við Dalahraun séu í fullu samræmi við þetta.

„Hvergi í byggingarreglugerð kemur fram krafa um fjöldi sorpgerða/sorpíláta og er ákvörðun um það á ábyrgð eiganda og aðalhönnuðar,“ segja fulltrúarnir.

Viðurkenna ekki mistök

Samkvæmt áðurnefndum lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir séu kröfur um fjölda uppfyllt. Það er að krafist sé að flokkað sé í fjóra flokka. Undir þetta tekur skipulags og umhverfisnefnd.

„Nefndin telur þvi ekki ástæðu til að viðurkenna að mistök hafi átt sér stað við samþykkt aðaluppdrátta,“ segir í bókun hennar í gær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast