fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Segir þýskan iðnrisa dæla peningum í félög bæjarins fyrir mikilvægar kosningar – „íbúar í Ölfusi láta ekki kaupa sig“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 20:30

Ása bendir á að Heidelberg sé að dæla peningum í félagasamtök í bænum fyrir kosningarnar sem skipti gríðarlega miklu máli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti Íbúalistans í Ölfus og frambjóðandi Samfylkingar til alþingiskosninga, bendir á að þýski iðnrisinn Heidelberg auglýsi grimmt og styrki félög og góðgerðasamtök í bænum í aðdraganda kosninga.

„Þau sem hafa farið á golfvöllinn í Þorlákshöfn í sumar ráku eflaust augun í Heidelberg fána við fyrstu 9 holurnar og í íþróttahúsinu er stærsta og mest áberandi auglýsingin í salnum einnig frá Heidelberg,“ segir Ása í grein sem birtist á Suðurlandsmiðlinum DFS í dag. „Þá stóð til að merkja búninga ungra iðkenda í fótboltafélaginu í bænum með auglýsingu frá fyrirtækinu en blessunarlega var fullur skilningur þar þegar foreldrar mótmæltu þeim fyrirætlunum.“

Dagana 25. nóvember til 9. desember fer fram bindandi íbúakosning um aðal og deiliskipulagstillögur sem lúta að því að heimila byggingu mölunarverksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn. Þar á að mala íslenskt móberg til sementsframleiðslu úr Litla Sandfelli og flytja út en vegna umfangs og rasks eru áætlanirnar mjög umdeildar.

Hvað ef kosningin fellur þeim ekki í hag?

Ása segir að Heidelberg hafa boðið fleiri félögum í Ölfusi háar fjárhæðir á þessu ári og efast um heilindin þar að baki.

„Það er auðvitað alþekkt að fyrirtæki í sveitarfélögum láta gott af sér leiða og styrkja félagasamtök og góðgerðasamtök og er það vel. En þegar fyrirtæki sem ekki er staðsett í sveitarfélaginu og á allt sitt undir því að íbúar kjósi þeim í vil í íbúakosningu fer fram með þessum hætti vekur það óneitanlega upp spurningar,“ segir hún. „En íbúar í Ölfusi láta ekki kaupa sig. Það verður spennandi að sjá hvort fyrirtækið haldi áfram að leggja til pening í félagasamtök í bænum ef kosningin fellur ekki þeim í hag.“

Miklar áhyggjur í Ölfusi og víðar

Ása segir kosninguna hafa áhrif á framtíð Íslands. Áætlanir hins þýska sementsrisa séu fordæmalausar og snerti hag allra Íslendinga.

Þá beinir hún spjótum sínum að bæjarstjóra Ölfuss, Elliða Vignissyni, sem hafi nýlega sagt í viðtali við RÚV að málið væri ekki mikið rætt í sveitarfélaginu. Fólk þekkti það lítið.

Sjá einnig:

Aðventistar klofnir í herðar niður vegna námumáls – Allt í háaloft á aðalfundi

„Ég veit ekki hversu marga íbúa bæjarstjórinn hittir öllu jafna en upplifun mín er gjörólík,“ segir Ása. „Fjölmargir áhyggjufullir íbúar hafa komið að máli við mig undanfarna daga og deilt áhyggjum sínum vegna þessa máls. Íbúar hafa meðal annars áhyggjur af ímynd og framtíð bæjarins, öryggi sínu og fjölskyldunnar á vegum úti. Sjómenn hafa áhyggjur af fiskimiðum vegna fyrirætlana um námugröft á hafsbotni mikilvægra hrygningarsvæða fiskstofna landsins, starfsfólk landeldanna hefur áhyggjur af neikvæðum áhrifum og enn aðrir hafa áhyggjur af því að fjármokstur Heidelberg í ýmis félög í bænum kunni að hafa mótandi áhrif á skoðun fólks þegar kemur að kosningu.“

Þess fyrir utan hafi fólk í öðrum sveitarfélögum réttmætar áhyggjur af málinu, enda þarf það að keyra sömu vegi. Einnig óttist það ágang erlends stórfyrirtækis í auðlindir landsins.

„Hvað gerist þegar fyrsta fjallið klárast, hvaða fjall verður mokað niður næst og flutt úr landi?“ spyr Ása.

Auðfengin bráð klókra fjáraflamanna

Í greininni bendir Ása meðal annars á neikvæðar umsagnir Vegagerðarinnar og Hafrannsóknarstofnunar um framkvæmdina. Málið hafi áhrif á umferðaröryggi, reyni á vegakerfið, sé mengandi og hafi neikvæð áhrif á lífríkið.

„Þessi áskorun sem íbúar í Ölfusi standa frammi fyrir kemur meðal annars til vegna þeirra vankanta sem eru á regluverki um nýtingu náttúruauðlinda hér á landi, eins og Indriði Þorláksson kom svo vel inn á í nýlegri grein. Þar bendir hann á að með ónýtum lagaramma um náttúruauðlindir hefur verið skapað kjörlendi fyrir fjármálabrask og spákaupmennsku með þær. Eignarhald á landi og/eða nýting á því verður auðfengin bráð klókra fjáraflamanna í viðskiptum við lítt reynda Frónbúa og ginkeypta stjórnmálamenn þeirra,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns