fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Tilkynnt um öskrandi mann með hníf í annarlegu ástandi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 11:30

Nóg var að gera hjá lögreglunni í nótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um öskrandi mann með hníf í nótt. Maðurinn var handtekinn og reyndist hann í annarlegu ástandi en þó ekki vopnaður.

Mikill erill var hjá lögreglunni í gærkvöld og nótt eins og oft á þessum tíma vikunnar.

Í miðborginni var tilkynnt um innbrot í bíl. Eigandinn kom á lögreglustöðina að Hlemmi og gat gefið upplýsingar sem leiddu til þess að lögregla endurheimti hluta þýfisins. Málið er nú í rannsókn.

Þá var eitthvað um umferðarslys, bæði á bílum og rafskútum.

Einum bíl var ekið á gám og var ökumaðurinn í annarlegu ástandi. Var hann handtekinn. Tveir aðrir voru handteknir eftir að bíl var velt í íbúðarhverfi. Voru þeir báðir í bílnum og voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknarhagsmuna.

Í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði var tilkynnt um að keyrt hefði verið á vegfaranda. Virtist hann ekki mikið meiddur við skoðun á vettvangi.

Í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi varð umferðarslys þegar tveir bílar lentu saman. Eitthvað var um meiðsli á farþegum en alvarleiki meiðslanna er ekki kunnur á þessari stundu.

Þá voru nokkrir stútar teknir og ökumenn án ökuréttinda.

Tilkynnt var um eld í íbúðarhúsi. Bæði slökkvilið og lögregla voru kölluð að og tókst að ráða niðurlögum eldsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Í gær

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi