fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun á hótelherbergi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 31. október 2024 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun á hótelherbergi á Austurlandi í desember 2023. Dómurinn féll þann 29. október.

Málið átti sér stað í kjölfar jólagleði sem var haldið á hótelinu en brotaþoli í málinu var þar gestkomandi. Brotið átti sér stað inni á hótelherbergi þar sem brotaþoli var sofandi, en hún þekkti gerandann ekki en vaknaði á meðan brotið átti sér stað.

Dómur í málinu er gífurlega ítarlegur en þar er framburður fjölda vitna rakinn og máluð upp nokkuð skýr mynd af umræddri nótt. Ljóst var að gerandi hafði komið á hótelið eftir að brotaþoli sofnaði. Hann var þangað kominn með sambýliskonu sinni til að hitta kunningja sem deildi herbergi með brotaþola.  Voru flest vitni málsins sammála að maðurinn hefði á einhverjum tíma verið inn á herbergi þar sem brotaþoli svar en hann þverneitaði sök í málinu og tók framburður hans ítrekuðum breytingum. Frásögn sambýliskonu hans tók sömuleiðis breytingum en bæði reyndu þau að  benda á annan mann, mann sem var á hótelinu og hafði líka verið inn á téðu herbergi, sem þann seka.

Lögregla hafði lagt hald á lak og sent erlendis til erfðafræðilegrar greiningar. Þar fannst erfðaefni úr ákærða en ekki úr þeim manni sem hann reyndi að benda á. Reyndi ákærði að gefa langsótta skýringu á því hvernig þetta mætti vera. Hann hafi átt kynferðisleg samskipti við herbergisfélaga brotaþola og erfðaefni hans þannig smitast í lakið.

Brotaþoli treysti sér ekki til að bera kennsl á ákærða enda var hún vakin úr djúpum sefni, var án gleraugna og í mikilli geðshræringu. Það litla sem hún mundi kom þó heim og saman við lýsingu á ákærða, fremur en lýsingu á þeim manni sem ákærði reyndi að benda á.

Dómari mat frásögn brotaþola mjög einlæga, varfærna og trúverðuga. Öðru máli væri farið með ákærða.

„Að mati dómsins hefur ákærði enga haldbæra og trúverðuga skýringu gefið á hinum sýnilegu lífsýnum sem vísað hefur verið til í rannsóknargögnum lögreglu eða á rannsóknarniðurstöðunni. Hefur ákærði að mati dómsins verið ótrúverðugur í hinum breytta framburði sínum og að auki eru skýringar hans harla ósennilegar í ljósi sérfræðigagnanna. “

Dómari rökstuddi niðurstöðu sína ítarlega og taldi ekki varhugavert að telja ákærða sannan að sök. Brotið væri alvarlegt og þar hafi ákærði sýnt einbeittan brotavilja og brotið á grófan hátt gegn kynfrelsi brotaþola. Hæfileg refsing væri því tvö ár.

Eins hafi ákærði bakað sér bótaskyldu gegn brotaþola. Hún hafi orðið fyrir verulegri tilfinningaröskun og andlegum þjáningum. Miskabætur væru því hæfilegar 2,2 milljónir. Eins þarf ákærði að greiða rúmlega 5,2 milljónir í sakarkostnað. Sakarkostnaður skiptist þannig að rúmlega 700 þúsund krónur eru kostnaður ákæruvalds, skipaður verjandi fær 2,9 milljónir í málsvarnarlaun, 132 þúsund í ferðakostnað og 16 þúsund í útlagðan kostnað. Réttargæslumaður fær tæpar 1,4 milljónir í réttargæslulaun og um 102 þús í ferðakostnað.

Fréttin hefur verið uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum