fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Óttar orðinn hundleiður á vælinu: „Þjóðin hefur aldrei haft það jafn gott“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. október 2024 09:00

Óttar Guðmundsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Guðmundsson, einn þekktasti geðlæknir þjóðarinnar, er í athyglisverðu viðtali hjá Eggerti Skúlasyni í Dagmálum, frétta- og dægurmálaþætti Morgunblaðsins.

Í viðtalinu fer Óttar um víðan völl og ræðir til dæmis um fólk sem glímir við ótta og kvíða vegna öldrunar og þjóðarsálina sem hann hefur oftar en ekki skrifað pistla um. Óttar hefur skrifað pistla í fjölmiðla í yfir 30 ár, eða frá árinu 1989.

Í viðtalinu benti Eggert Óttari á að við værum mjög þrasgjörn þjóð áður en hann spurði hvernig hann haldi að íslenskri þjóð líði í dag.

„Ég held að fólki líði mikið betur en það segir að sér liði, en það er orðin einhver svona lenska að barma sér og tala um hvað allt sé djöfullegt, heimurinn sé á helvegi og mér líði svo illa yfir þessu og hinu. Auðvitað er það voðalega skrýtið þetta væl í þjóðinni vegna þess að þjóðin hefur aldrei haft það jafn gott og hún hefur það í dag,“ segir Óttar meðal annars.

Hann segist vera 19. aldar maður og enn hluti af 19. öldinni eins og hann orðar það.

„Ef maður ber lífskjör þjóðarinnar saman við lífskjörin á 19. öldinni þá er það algjörlega svart á hvítt. Þannig að þessi væll allur er náttúrulega voðalega leiðinlegur í sjálfu sér, hvað allt er ömurlegt og hvað ég á bágt.“

Eggert spurði Óttar að því hvort þetta hefði ef til vill aukist. Óttar svaraði því játandi.

„Þetta hefur aukist mjög mikið og fjölmiðlar gera rosalega út á þetta og það pirrar mig mjög mikið. Það pirrar mig mjög mikið þegar það er fyrsta frétt á RÚV dag eftir dag um einhverja konu eða mann sem þurfti að bíða á slysadeild eða bráðamóttökunni. Svo gerðist þetta og gerðist hitt. Það er alltaf verið að finna einhverja blóraböggla fyrir því að fólki líði illa,“ sagði Óttar meðal annars.

Þáttinn má nálgast í heild sinni á vef mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast