fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Hópsmit á leikskólanum Mánagarði – Níu börn sögð hafa leitað á bráðamóttöku

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. október 2024 07:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikskólinn Mánagarður við Eggertsgötu verður lokaður í dag eftir að alvarleg E.coli-sýking kom þar upp.

Frá þessu er greint bæði á mbl.is og á Vísi.is.

Í frétt mbl.is kemur fram að fjögur börn af leikskólanum hafi greinst með sýkinguna og þá hafi fleiri börn komið á bráðadeild Landspítalans þar sem beðið er staðfestingar á því hvort þau séu smituð.

Málið mun vera komið á borð sóttvarnalæknis og segir í frétt Vísis að sóttvarnalæknir hafi látið loka leikskólanum í dag og var foreldrum tilkynnt um hana símleiðis í gærkvöldi. Óvíst er hversu lengi leikskólinn verður lokaður.

Í frétt mbl.is eftir miðnætti í gærkvöldi kom fram að minnst níu börn hafi komið á bráðamóttökuna síðustu tvo daga með möguleg einkenni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka
Fréttir
Í gær

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð