fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Telja sig hafa séð föður sem hvarf fyrir þremur árum ásamt börnunum sínum

Pressan
Miðvikudaginn 9. október 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld á Nýja-Sjálandi rannsaka nú myndband sem sýnir mann á gangi með þrjú börn í óbyggðum landsins. Grunur leikur á að þarna séu á ferðinni Tom Phillips og börn hans sem ekkert hefur spurst til síðan í desember 2021.

Lögreglu hefur lengi grunað að Tom hafi flúið með börn sín, dæturnar Jaydu og Ember og soninn Maverick, út í óbyggðir Nýja-Sjálands og hefur fjöldi vísbendinga komið inn á borð lögreglu um að Tom hafi sést. Tekið er fram í umfjöllun Daily Mail að þetta sé þó langtrúverðugasta vísbendingin til þessa og hingað til hafi hann til dæmis ekki sést á ferð með börnum sínum.

Ekkert hefur spurst til Tom og barnanna síðan í desember 2021.

Tom var búsettur í bænum Marokopa á vesturströnd Norðureyjar Nýja-Sjálands þegar hann hvarf skyndilega ásamt börnum sínum þann 9. desember 2021. Börnin þrjú eru 8, 9 og 11 ára. Hann er mjög vanur útivistarmaður og hafði áður farið með börn sín út í óbyggðir í nokkrar vikur án þess að láta nokkurn vita.

Fyrrnefnt myndband var tekið þann 3. október síðastliðinn og segist móðir barnanna, Catherine, að enginn vafi sé á því að þarna séu Tom og börnin á ferðinni. Segist henni vera létt að vita að þau séu á lífi.

Það voru menn sem voru á villisvínaveiðum sem tóku myndbandið og komu því til lögreglu. Síðustu daga hefur umfangsmikil leit farið fram á svæðinu en hún hefur enn sem komið er ekki skilað neinum árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega